Sko, það eru 3 sjónvörp á heimilinu. Eitt í eldhúsinu, annað á efri hæðinni (aðal sjónvarpið) og þriðja í herbergi mömmu og pabba. Við erum alltaf að horfa á sjónvarpið á sama tíma í sitthvoru herberginu. Pabbi horfir í eldhúsinu, mamma í herberginu sínu og ég á efri hæðinni. En pabbi horfir á sjónvarpið jafnvel þótt þátturinn sem hann ætlaði að horfa á sé ekki byrjaður, þá horfir hann bara á þáttinn sem er á undan. En þegar þátturinn hans byrjar þá vill hann fá aðalsjónvarpið. Einmitt...