Er það öll reynslan? Að tengja saman vélarnar heima hjá þér? Ég ætla líka rétt að vona að maður sem segist geta sótt um kerfistjórastöður geti tengt saman smá LAN heima hjá sér (hef getað það í 10 ár sjálfur) án teljandi vandræða. En kanntu að setja upp og stilla DNS, DHCP, WINS, Active Directory, LDAP, Exchange, SMTP, POP3, IMAP og allt það sem þarf til að halda stóru staðarneti gangandi? Ekki kann ég það en get þó haldið mínu heimaneti ágætlega við.