Ég held að það séu fáir staðir á landinu sem eru jafn Linuxvæddir og HÍ og er þekking þar á því kerfi mjög mikil. Það er hins vegar annað mál að eins og er þá er menntakerfið ekki tilbúið undir að skipta alveg út MS vörum þótt það styttist í það og ef vel á að vera þá þarf að byrja neðar í kerfinu. Þótt OpenOffice sé mjög gott kerfi þá er helsti “veikleiki” þess fólginn í því að flóknar aðgerðir, sem notaðar eru t.d. í Viðskiptafræðideild, eru ekki auðfærðar þangað yfir (pivot töflur etc.)....