Þessi mynd er af einum af skemmtilegri bílum sem fram hafa komið. Þetta er árgerð 1975 af Citroën 2CV. Fáanlegar vélar voru frá 375cc til 602cc. Minnsti mótorinn skilaði heilum 9 hp en sá stærsti 29. Bíllinn með stóru sleggjuna var heilar 32,8 sekúndur í 60 mílur! Einn vinnufélagi minn átti einn svona þegar hann bjó í Danmörku og hann hrósar þeim bíl í hástert.