Þessi mynd er af mínum eðaltrukk, en hann heitir fullu nafni Chevrolet Blazer K5 Silverado og er af árgerð 1981. Undir honum eru 38“ dekk en ég breytti honum fyrir 44” fyrir löngu síðan. Í húddinu er 350 sbc (5,7 lítra) V8. Annars þá er hann: TH350, NP208, D44/12bolta, 4,88:1, tregðulæsingar ofl.