Jesús fæddist reyndar ekki 25. desember, löngu búið að sýna fram á það… en það er hægt að halda upp á hluti sem gerðust ekki endilega sama dag… Hjá okkur Íslendingum var þetta fyrst og fremst hátíð ljóssins þar sem því var fagnað að sól fór aftur að hækka á lofti og dagarnir að lengjast, svo kom kristna trúin og jólin yfirfærðust á hana hjá okkur… talsverð einföldun auðvitað og eflaust löng saga á bak við það. Skiptir svo sem ekki öllu, í dag eru jólin aðallega neysluhátíð og er það miður.