Staðreyndina með skattana fæ ég frá Indriða H. Þorlákssyni, hagfræðingi. Varðandi ESB þá er það staðreynd að fiskurinn hefur sömu stöðu fyrir okkur og t.d. olía og gas fyrir Skota, við verjum hana grimmt og erum m.a.s. með það í lögum að útlendingar megi ekki kaupa kvótann. Það er ekkert nema þröngsýni að neita inngöngu í ESB á forsendum sem að hafa ekki verið reyndar. Þess vegna spyr ég, af hverju ekki að hefja viðræður af einhverju viti og sjá hvert það fer?