já, það er góð mynd. einu sinni sagði ég við bróður minn “er ekki til einhver svona takkaskipun sem maður gerir á lyklaborðið til að fá upp html-ið á síðunni sem ég er að skoða”. Í sömu andrá lamdi ég fingrunum mínum í lyklaborðið, svona rétt til að leggja áherslu á “takka”. Heyriði, haldiði að htmlskriptið hafi ekki bara hrokkið upp. sko, líkurnar á að það gerist, sem sagt að ég hitti á réttu takkana, sem ég veit reyndar enn ekki hverjir eru, eru fáránlega litlar. Mér fannst þetta alveg magnað!