Nákvæmlega það sem þeir hérna fyrir ofan eru búnir að skrifa, þetta er einfaldlega það sem heldur stöðunum gangandi…. svo einfalt er það. Og það að segja Coldplay, Stereophonics, Keane, Radiohead, U2 og Oasis sé ekki rokk er fátt annað en fáviska þó svo sum bönd líkt og Keane séu með poppuðu ívafi. Rokk er töluvert víðbreiðara hugtak heldur en bara Led Zeppelin, System of a Down eða hvað sem þú telur aðeins vera “rokk”.