Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Kvikmyndatrivia að hætti Raskolnikov...

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
3 - Marathon Man

Re: "Grænt ljós" kvikmyndir.

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég er alveg mjög ánægur með þessar “Græna ljóss” sýningar fyrir utan það að það sé hækkað verðið… sem er alveg fáránlegt! Fór einmitt á Pan's Labyrinth líka og ég fékk bara sjokk þegar ég sá að miðinn kostaði 1000 kr. Alveg útí hött… mættu alveg hafa þetta án þess að hækka kostnaðinn.

Re: Little Miss Sunshine (2006) * * * *

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Yndisleg mynd! Þess má geta að bæði stelpan Abigail Breslin sem er aðeins 11 ára og afinn hann Alan Arkin eru bæði tilnefnd til óskarsverðlauna sem aukaleikarar :) Og auðvitað myndin sjálf sem besta myndin auk fleirri verðlauna

Re: Gettu betur 2007 - 8 liða úrslit + úrslit seinni umferðar í útvarpi

í Skóli fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Algjör synd að Kvennó hafi mætt eins öflugu liði og MR og ekki komist áfram…. áttum fyllilega skilið að komast í sjónvarpið.

Re: The Prestige

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Mér fannst þessi mynd frábær… og er mjög ósámmala fólki sem segir að endirinn hafi verið slappur því mér fannst lokaorð Michael Caine enda myndina mjög vel. Nolan bræðurnir eru einfaldlega snillingar! Margt var í þessari mynd sem mér fannst ruglandi en fattaði seinna meir en einn hlutur næ ég engan veginn…. *SPOILER* Angier sagði í myndinni e-ð á það leyti að hann vissi aldrei hvort hann yrði maðurinn sem myndi birtast uppí salnum eða sá sem lenti í vatnstanknum. En samt er það væntanlega...

Re: The Prestige

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Alveg frábær mynd… Dýrka Nolan bræðurna

Re: Topp 5 lög síðustu fáeina daga

í Rokk fyrir 18 árum
Ég bara einhvern veginn sé þig ekki fyrir mig að hlusta á Elton John eða Queen… ekkert illa meint sko

Re: Topp 5 lög síðustu fáeina daga

í Rokk fyrir 18 árum
Noh… you suprise me Hjörtur! Þó svo ég fíli eiginlega bara Starman á þessum lista… Mitt: The Mystery Jets - Daimonds In The Dark Bloc Party - Song For Clay Augustana - Boston M.Ward - Post-War Andhéri - Stundum Veit Ég Ekki Alveg Hvar Ég Er must check it out ;)

Re: Ein stór sæng eða tvær venjulegar

í Rómantík fyrir 18 árum
Klárlega bara eina sæng :)

Re: Jarðfræði 103

í Skóli fyrir 18 árum
Mér finnst hún nefnilega ekkert það létt… Nát 113 finnst mér ekkert mál en ég þoli ekki Jar. Auðvitað les ég bókin en það myndi bara einfaldlega hjálpa mikið ef það væru einhverjar nytsamlega glósur á netinu. Og ég persónulega myndi vilja fá hærra en 7…

Re: Færeyskur Teitur?

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þú getur fengið a.m.k. nýju plötuna hans, Stay Under The Stars, í Skífunni ef ekki eldri plötur líka.

Re: kvennó

í Skóli fyrir 18 árum, 1 mánuði
Jamm ég er í kvennó… Og já þetta er mjög fínn skóli að mínu mati, bæði félagslega og námslega. En ég sé ekki hvernig busunin skiptir svona miklu máli, þar sem hún er nú bara skemmtileg… svo lengi sem maður er ekki voðalega viðkvæm manneskja og tekur þessu bara vel. Hún er alls ekkert gróf en heldur ekkert lítil.

Re: Garden State

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Frábær mynd… ég elska hana! Besta soundtrack sem ég veit um og mjög góður leikur… Er alveg forfallinn Zach Braff aðdáandi

Re: Uppáhalds barnamyndin ykkar?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Klárlega nemó litli! Átti hana alltaf á spólu en veit ekkert hvað er orðið um hana :( Langar óendanlega mikið að sjá hana aftur!

Re: Myndband: Bones með The Killers

í Músík almennt fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Jesús, Brandon Flowers á EKKI að vera með yfirvaraskegg… fer honum hryllilega illa!

Re: hvað ert þú að hlusta á?

í Músík almennt fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hawksley Workman - It's True

Re: X-ið 977 og Xfm = markaðshórur

í Músík almennt fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Nákvæmlega það sem þeir hérna fyrir ofan eru búnir að skrifa, þetta er einfaldlega það sem heldur stöðunum gangandi…. svo einfalt er það. Og það að segja Coldplay, Stereophonics, Keane, Radiohead, U2 og Oasis sé ekki rokk er fátt annað en fáviska þó svo sum bönd líkt og Keane séu með poppuðu ívafi. Rokk er töluvert víðbreiðara hugtak heldur en bara Led Zeppelin, System of a Down eða hvað sem þú telur aðeins vera “rokk”.

Re: Bestu tónleikar ?

í Rokk fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Án efa seinni tónleikar Damien Rice á Nasa 2004 og svo Death Cab For Cutie á Roskilde í ár. Rétt á eftir þeim kemur Sigur Rós í höllinni í fyrra og á Roskilde.

Re: The One

í Músík almennt fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er nokkuð viss um að það hafi verið að tala um nýju útgáfuna af laginu, útgáfan sem er búið að vera spila í útvarpinu uppá síðkastið. Hún er nefnilega allt öðruvísi heldur en á “Emotional” disknum en þeir remixuðu lagið þegar þeir gáfu það út sem singúl. Semsagt, ég tel það nokkuð öruggt að þeir hafi samið það sjálfir… þeir remixuðu bara sitt eigið lag.

Re: Roskilde - Sunnudagurinn

í Músík almennt fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Menntaskólinn við Sund… ókei greinilega ekki réttur maður… afsakaðu

Re: Roskilde - Sunnudagurinn

í Músík almennt fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Sunnudagurinn var fáránlega góður! Ég fór á danska indí bandið Figurines sem voru ágætir… svo lenti ég líka í því á Arctic Monkeys að leggja aðeins of seint af stað enda var alveg rugl mikið af fólki bæði í og fyrir utan tjaldið… þannig þeir tónleikar ollu mér svolitlum vonbrigðum, einungis vegna staðsetningarinnar sem ég var á. Svo fór ég á Strokes sem voru frábærir, Placebo sem gáfu þeim heldur ekkert eftir, Raconteurs, Animal Collective sem voru án efa eitt sérstakasta en um leið...

Re: Roskilde - Sunnudagurinn

í Músík almennt fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Hmm… er þetta Halli í MS ?

Re: Lögin mín:)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Án efa flottasti listinn sem ég hef séð hérna uppá síðkastið! Lonelily er yndislegt og einnig First Day Of My Life. Á einmitt líka útgáfu af I hope that I don't fall in love with you með Emiliönu Torrini sem er geðveik! Endilega kíktu á þennan -> lista hér. Efast ég ekki um að e-ð af þessu sé algjörlega þinn tebolli. Þó sér í lagi Damien Rice lagið ef þú hefur ekki heyrt það áður. Þarft bara klikka á lögin til að hlusta :)

Re: Damien Rice

í Rokk fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Það er ekkert búið að gefa út hvenær eða hvort næsta plata kemur út…. eitt er víst þó og það er að hann er ekkert að drífa sig með hana.

Re: Damien Rice

í Rokk fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Það er ekkert til í því, það eru búin að koma ábyggilega svona hundruði yfirlýsinga á hinum ýmsu síðum að nýr diskur ætti að koma þessum og þessum mánuði síðastliðin 2 ár. Ekkert vera taka mark á neinu svona fyrr en útgáfudagur kemur útur hans eigin munni. Gæti líka þess vegna verið að það verði enginn annar diskur, veit það enginn nema hann og hljómsveitin. Hann er samt sem áður búinn að semja og spila lög live sem gætu fyllt uppí 2-3 diska!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok