Bræðrabönd Bróðir minn er kvöl og pína, sínu dóti er hann sífellt að tína. Hinn er ávallt elskulegur, en samt stundum soldið tregur. Bróðir munn er að kvarta og kveina, en þetta er nú bara smá skeina. Er ég byrja hann að hugga fylgist hinn spenntur með inn um glugga. Nú fá bræður sér að borða, afla þeir sér matar forða. Nú veina þeir því orðnir svangir, meðan þolinmæði mín á bláþræði hangir. Nú er deginum lokið, og í mig hefur ei fokið. Nú fara bræður að sofa, undir þaki þessa litla kofa