Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nýtt noise lag á rokk.is

í Rokk fyrir 21 árum
Það væri sniðug auglýsing að senda þetta á batman.is , semsagt link á lagið. Þá ætti að það að fá góðar viðtökur.

Re: noise - Pretty Ugly

í Rokk fyrir 21 árum
Já, mér þykir lögin ykkar alltaf mjög góð á tónleikum. Ég er allveg viss um að My Favourite verður geggjað í studio version, eins og allur diskurinn. Byrjunin minnir mig skemmtilega á Hollywood með Silverchair.

Re: Big muff pi

í Hljóðfæri fyrir 21 árum
Það er munur. Þú getur tengt straumbreyti við USA og hann er dýrari. Russian þarf semsagt batterí og býður ekki upp a straumbreyti. Ég veit ekki með hljóðið, held það sé svipað. Annars hef ég heyrt að hljóðið í rússnesku sé aldrei eins, en alltaf gott.

Re: noise - Pretty Ugly

í Rokk fyrir 21 árum
Já, hringdi í Skífuna á Laugarveginum og þar vissi fólkið ekki neitt. Svo fór ég í Skífuna í Smáralind og þar var mér sagt að hann kæmi á morgun. Maður hlustar þá bara á Hollow þangað til. Drama Queen hefði verið fínt inn á plötuna, en það var líklegast samið seinna. Hollow er geðveikt lag söngurinn magnaður og spilið geggjað. Ég er ótúlega spenntur að heyra My Favourite á plötunni, mér finnst það alltaf svo gott á tónleikum.

Re: hvor lagið er betra????????????

í Rokk fyrir 21 árum
Hvort finnst þér betra Honey Nut Cheerios eða venjulegt Cheerios? En hvort finnst þér betra vatn eða brauð?

Re: noise - Pretty Ugly

í Rokk fyrir 21 árum
Magnað, en ég var að hringja í skífuna og þar var sagt að hann væri á lager. Er hann þá kominn? Gaurinn virtist tala eins og hann væri ekki kominn…

Re: Soundgarden?

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mæli með www.allmusic.com ef þú vilt vita svona. Ég er ekkert að dissa það að þú sért að spyrja hérna, en ég mæli með að þú tékkir á þessari síðu, hún er allveg mögnuð.

Re: Muse til landsins?

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Humm, ef þú hefur aldrei heyrt í Muse…þá væri líklega best að byrja á Plug In Baby, Bliss eða Sunburn. Þetta eru ekkert endilega bestu lögin, en fín til þess að byrja á hafi maður ekki hlustað á þá áður.

Re: music123.com

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég held að það borgi sig ekki að vera kaupa magnara þaðan, kanski eru stærstu magnararnir ódýrari. En það munar samt voða litlu, en ef þú ert að kaupa þér magnara þaðan þá er tilvalið að skella eins og einum effect með, þeir eru margir helmingi ódýrari :)

Re: Birgir Níelsen

í Popptónlist fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hehe, fyrsti dálkurinn er allavegana copy/paste :) Annars er þetta fín grein, sniðugt af þér að senda svona e-mail til fólks.

Re: Er ég heppinn eða??????????

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég borgaði 12.000 kr í flutningsgjald. Það var fyrir gítarinn, 2effecta, gítarstand og hardcase. Það er alls ekkert dýrt, það er svo mikill verðmunur á þessum hlutum að þetta borgar sig allveg.

Re: Effectar

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Með svona ProCo Rat effect, þarf maður að nota batterý? Ég er að skoða þetta á www.music123.com ef ég er að skilja þetta rétt þá þarf maður það. Hvernig sándi nær maður með Fatbone frá Dan Electro

Re: Er ég heppinn eða??????????

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sjálfur á ég Gibson SG Special Faded, ég er mjög ánægður með hann. Þetta er minn fyrsti rafmagnsgítar þannig ég hef svosem voða lítið til að miða við. Ég keypti hann á www.music123.com Þú hlýtur þá að vera orðinn ansi fær á gítar, buinn að spila svona lengi.

Re: Er ég heppinn eða??????????

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hahh shit, já þú ert heppinn. Skrítið samt að þú hafðir ekki áttað þig á þessu fyrr. Hætti pabbi þinn bara að spila á gítar allt í einu?

Re: Effectar

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Takk fyrir hjálpina

Re: System of a down

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég hef aldrei heillast af þeim félögum, en myndi þetta ekki flokkast undir nu-metal? Ekki það að þetta sé einhver skítasveit, alls ekki. Mér finnst bara óttalega leiðinlegur söngurinn hjá þeim. Hinsvegar þykir mér Roulette vera ansi gott lag.

Re: Effectar

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Veistu nokkuð hver munurinn á Boss dd3 og dd6 er? Eða reynslu af öðrum delay effectum.

Re: NIRVANA

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Fökk man, ótrúlegt hvað fólk nær alltaf að hripa niður einhverja þvælu um Nirvana. Þessi grein þín er glötuð. Með því að lesa þessa grein þá sér maður allveg hvað þú dýrkar þá mikið, þú ert með þetta allt á hreinu. Ég held að flestir sem að hafa gengið í gegnum það að elska Nirvana hafi leitað að vefsíðum með þeim og fundið www.nirvanaclub.com þar hafa þeir öðlast þessa líka rosalegu þekkingu á bandinu, svo mikla að þeir vilja deila henni með okkur hérna. Ég mæli með henni fyrir þig ef þú...

Re: Airwaves, Noise á 11! VÁ!!!!

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er ekki að grínast neitt, mér finnst þetta mikið flottara live heldur en það sem ég heyrði á X-inu. Ég dýrka þetta lag, ekkert smá gott, en það sem ég heyrði á X-inu var ekki eins vel sungið og hann Einar getur gert. Ég held að þetta sé tekið upp fyrir einhverju síðan. Allavega er röddin í honum mikið kraftmeiri núna heldur en þegar að ég sá þá taka Paranoid Parasite fyrir svona ca. ári. Ég er buinn að sjá þá nokkrum sinnum eftir það og röddin fer alltaf batnandi. Mér finnst hann orðinn...

Re: Airwaves, Noise á 11! VÁ!!!!

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Djöfull hefði ég verið til í að sjá þetta og heyra. Ég reyndi að komast inn, en komst ekki. Það var glatað. Ég er buinn að heyra Paranoid Parasite á X-inu og varð reyndar fyrir dálitlum vonbrigðum. Ég hef séð það nokkrum sinnum live og þá hefur það komið mikið betur út, mér finnst söngurinn nánast betri live heldur en í þessari upptöku. Mér finnst þetta lag allveg geggjað live, ég þarf samt að heyra það aftur á X-inu, þetta er frábært lag. Einnig er Drama Queen frábært lag, vinnur rosalega...

Re: Dave Grohl-Foo Fighters

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Góð grein, og skemmtileg lesning, gaman að sjá hvering hann fetaði sig áfram í tónlistinni.

Re: :|

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hehe, ég svaraði Nirvana vegna þess að hún hafði gífurleg áhrif á mig. Tónlist þeirra gjörbreytti mér, mér þykir Led Zeppelin, Pink Floyd og The Beatles mjög góðar sveitir, en samt á ég Nirvana mikið meira að þakka. Ég væri ekki að hlusta á þá tónlist sem ég hlusta á í dag hefði ég ekki kynnst Nirvana. Þessvegna fengu þeir mitt atkvæði : )

Re: Drama Queen með Noise

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Er þetta kaldhæðni??

Re: Airwaves

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Veistu hvort það er selt áfengi á morgun, þar sem Noise eru að spila, 11 held ég að staðurinn heiti.

Re: Er radio rvk að skíta á sig

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hehh, finnst þér lélegt af þeim að spila Placebo og Creed? Mér sjálfum finnst Placebo vera frábærir, en er ekki hrifin af Creed. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs, en mér finnst Placebo og Creed ekki vera í sama flokki hvað varðar gæði…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok