Þetta voru þeir allra bestu tónleikar sem ég hefði getað óskað mér. Ég hélt þeir myndu spila órafmagnað en í staðin spiluðu þeir þetta mjög þungt og ógeðslega flott. Ég var vissulega fyrir vonbrigðum í byrjun tónleikana að sjá ekki Martin Barre, en eftir því sem leið á tónleikana þá tók maður eftir hvað þessi Florian er ógeðslega góður spilari. Mér þótti My God og Budapest lang bestu lögin, Budapest var hæfilega langt segji ég þar sem þetta er 11 min langt lag. Annars þá var nýja lagið með...