Þetta er viðbjóður, þetta verðlag á bíómiðum. Ég tími einfaldlega ekki lengur að fara í bíó. Ég veit að margir tíma því ekki heldur. Það eru engin rök fyrir þessu, á öllum bíósýningum sem ég fer á (fyrir utan forsýningar) er nánast hálfur salur allan tímann. Þetta er vegna þess að fólk hættir að koma í bíó. Væri ekki skárra að lækka verðið og fá fleiri viðskiptavini heldur en öfugt?