Já, sá sem setti þessa upp um daginn..? Ég veit nú ekki hvort hann hafi fengið dóm. Allavegna reyndi sá sem níðvísan var um að kæra hann, því að hann óskaði honum dauða í henni. Annars eru engin lög sem mæla gegn þessu. Mér finnst þetta mun skárra en hefnd. Gaurinn átt að hafa keyrt yfir hund skáldsins, viljandi. Níðstangir eru skárri en slagsmál eða hefnd, t.d. ef skáldið hefði tekið upp á því að keyra yfir hund viðkomandi.