Hljóðfæri er það sem ég stunda mest, og eiginlega eingöngu. Hef einnig verið að senda eitthvað af myndum á Ljósmyndaáhugamálið, en dugnaður minn þar fer bara eftir dugnaði mínum í myndatöku, sem er mismunandi.
Ég er ekki að segja að þetta sé fyndið, undra mig bara á því hversu margir halda að þeim sé full alvara. En ef svo er, þá er þetta já virkilega sad eitthvað.
Það er rétt. Ef rafkerfið er mjög slappt heyrir maður mun á soundinu af því að skipta bara um rafkerfi en halda pickuppunum. Auðvitað best að skipta um bæði rafkerfi og pickuppa samt.
Jájá, en eins og ég sagði þá var þetta sem ég sagði byggt á mínum skoðunum og mismunandi gítarar henta mismunandi fólki :). Var alls ekkert illa meint. Kannski full sterkt orðað með “bilað í hausnum” partinn :P.
Hef nú spilað á svona gítar og var lítt hrifinn ef ég á að segja alveg eins og er. Finnst hann hvorki líta vel, sounda vel eða gott að spila á. Veit ekki hvað er starfandi í hausnum á þeim sem valdi þennan gítar bestan undir $1000 því það er svo roooosalega mikið til af betri gíturum. Þetta segi ég auðvitað með mína skoðun í huga, og þar sem menn eru misjafnir (greinilega) er lítið við því að segja. En ef eigandinn er sáttur þá er það það sem skiptir höfuð máli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..