Jæja já. Eðlisfræði segirðu, það er einmitt nóg að vera með ofurlitla eðlisfræðikunnáttu til að útiloka þessa fáránlegu kenningu. Í myndbandsupptöku sem sýnd var af tunglbílnum hafa glöggir áhorfendur tekið eftir því að jarðvegurinn þyrlaðist ekkert, heldur hentist í loftið og lenti aftur með fullkominni parabólískri hreyfingu. Hefði þetta verið hérna á jörðu niðri hefði hann þyrlast um vegna mótstöðu við loftið, en þar sem það er ekkert slíkt á tunglinu fór sem á horfði. Ekki var næg tækni...