Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

2 PS3 leikir til sölu :) (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum
Er með eftirfarandi leiki til sölu: NBA Street Homecourt = 2.500kr. Rainbow Six = 2.500kr. Ef einhver hefur hug á að kaupa báða leikina fara þeir saman á kr. 4.500. Allir í “Mint Condition”, hvorki kám, ryk né rispur, alveg eins og nýir. Lítið sem ekkert spilaðir. Ef þið búið úti á landi borga ég sendingakostnaðinn, ef þið eruð á höfuðborgarsvæðinu ætti ég að geta skutlast með leikinn/leikina til ykkar. Sendið mér einkaskilaboð eða svarið á þræðinum héref þið hafið áhuga.

2 PS3 leikir til sölu (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 1 mánuði
Er með eftirfarandi leiki til sölu: NBA Street Homecourt = 3.500kr. Sega Rally = 3.000kr.

3 PS3 leikir til sölu (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Sorry að ég geri nýjan þráð, en þar sem ég er ekki lengur opinn fyrir skiptum, þá ákvað ég bara að gera nýjan. Er með eftirfarandi: Simpsons the Game = Kr. 3.000 NBA Street: Homecourt = Kr. 4.000 Sega Rally Revo = Kr. 3.500 Allir leikir eins og nýir, ekki ein einasta rispa né kám/fingraför á þeim. Svarið hér eða sendið EP.

2 PS3 leikir til sölu (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Sega Rally Revo = kr. 3.500 NBA Street: Homecourt = kr. 4.000 Báðir leikir eru eins og nýir, ekki einasta rispa á þeim. Sendið EP eða svarið hér í þræðinum ef þið hafið áhuga.

3 PS3 leikir til skiptana/sölu (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Afsaka bömpið á gamla þræðinum mínum, en ég ákvað að setja þetta bara í nýjan þráð því ég ætla að bæta við tveimur leikjum. Er s.s. með: NBA Street: Homecourt (GR: 82.0%) Rainbow Six: Vegas (GR: 85.1%) (líklega farinn) Sega Rally (GR: 76.1%) Allir lítið notaðir og eins og nýir, sér ekki á þeim. Hafa fengið góða dóma, sbr. Gamerankings meðaltalið sem er í sviga fyrir aftan leikina. Hlusta á öll tilboð, bæði skipti og peninga :) Svarið hér á þræðinum eða í einkaskilaboðum.

3 PS3 leikir til skiptana (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Er með eftirfarandi leiki til skiptana: NBA Street: Homecourt Rainbow Six: Vegas Sega Rally Allir lítið notaðir og eins og nýir, sér ekki á þeim. Hlusta á öll tilboð :). Sendið í einkaskilaboðum eða hér á þræðinum.

Canon EOS 20D, linsa og taska til sölu (7 álit)

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Er með til sölu 20D. Mjög vel með farin, rammafjöldi stendur líklega í 15-20þús, á eftir að fara með vélina í hreinsun og ástandsskoðun hjá Beco áður en hún verður seld, þá kemst það á hreint. Pakkinn samanstendur af: Canon EOS 20D Body EF-S 18-55 f/3.5-5.6 (Kit linsa, með BW UV filter) Orginal battery og charger Lowepro taska með axlaról (pláss fyrir vél, linsur og aukahluti) Flott vél, búin að reynast mér rosalega vel. Getið skoðað flickrið hjá mér, myndirnar þar eru teknar á hana. Ekki...

NBA Street: Homecourt | Skipti? (2 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Vill einhver NBA Street: Homecourt? Hann er sama og ekkert notaður, keyptur með tölvunni minni á sínum tíma í einhverju bríaríi, hef aldrei verið mikið fyrir arcade íþróttaleiki og því afar lítið spilaður. Ef þið hafið áhuga á einhverjum skiptum þá endilega svarið hér í þráðinn eða sendið skilaboð. Bætt við 18. júlí 2008 - 15:55 Og já, þetta er á PS3

Breyta Country á PS3 Account? (12 álit)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 1 mánuði
Skráði mig um daginn á þetta PS3 Network, og með góðri samvisku skráði ég country sem “Iceland”. Mig langar að halda þessum account, en vil geta notað store-ið til að sækja demo o.fl.. Er ekki hægt að breyta? Vil helst ekki gera nýjan user.

Man ekki nafn á vélmennamynd! (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Myndin fjallar um verkfræðíng sem býr til vélmenni. Vélmennið getur talað og hugsað og hann ætlar að selja fyrirtækjum vélmennið. Vélmennið bjó til fullt af litlum vélmennum alveg eins og það sjálft (nema auðvitað minna). Vélmennið gat lesið bók á einni sekúndu. Í einu atriði fór vélmennið í bókabúð og fór að lesa og henda bókunum út um allt. Það voru gerðar tvær myndir, hef ekki séð fyrstu og það sem ég sagði hér að ofan er það sem ég man úr mynd nr. 2. Frekar gamlar myndir. Þetta er það...

Ipod hleðsla gone wrong, smá spurning (1 álit)

í Græjur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Var að hlaða Ipod Nano í nótt, en rafmagnið hefur slegið út áður en hann fullhlóðst. Ég kveikti aftur á tölvunni og hann heldur áfram að hlaðast. Var sagt að maður ætti að hlaða hann í 4 tíma fyrst. Skemmir þetta eitthvað fyrir rafhlöðunni?

Á Seltjarnanesi (14 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Tekin á Seltjarnanesi, glöggir sjá eflaust Keili þarna í fjarska. Camera: Canon EOS 20D Lens: Canon EF-S 18-55mm f/3.5-5.6 (Kit) Exposure: 0.004 sec (1/250) Aperture: f/9 Focal Length: 18 mm ISO Speed: 100 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire

Á fljúgandi ferð (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Náði að fanga þessa tildru á “filmu”. Var að mynda fuglalífið við Gróttu fyrir rúmri viku síðan. Ef þið viljið sjá fleiri myndir af fiðurfénaðinum þar segið þið bara til, náði nokkum ágætum þarna. Camera: Canon EOS 20D Lens: Tamron 70-300mm f/4-5.6 Macro 1:2 Exposure: 0.001 sec (1/1000) Aperture: f/7.1 Focal Length: 96 mm ISO Speed: 400 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire

Hraunsá að kvöldi til (13 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Tók þessa við Hraunsá, rétt utan við Stokkseyri, í kvöld, þriðjudaginn 7. mars. Camera: Canon EOS 20D Lens: Canon 50mm f/1.8 Exposure: 15 sec (15) Aperture: f/6.3 Focal Length: 50 mm ISO Speed: 100 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire

Geforce 7600GS AGP (4 álit)

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Var að fjárfesta í þessu bretti, set það í þegar ég kemst í tölvuna á morgun. Er með eftirfarandi specca: AMD Barton 2500+ 2x 512mb DRRAM (dual channel) Nforce 2 móðurborð (man ekki nákvæma specca) 120gb WD 7200rpm HDD 80gb WD HDD Þar sem ég hef ekki ráð á því að uppfæra systemið mitt í PCIe, en langaði að upgrade-a það aðeins til að ráða betur við leikina fékk ég mér ofangreint skjákort til að leysa af FX5900 kortið mitt. Ætti þetta ekki eftir að vera ágætis uppfærsla til skemmri tíma litið...

Janúarkvöld (6 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Var á leiðinni heim eftir ljósmyndarúnt um Skagann og nágrenni. Tekin þar sem þrengslin og heiðin kvíslast. Camera: Canon EOS 20D Lens: Canon 18-55m f/3.5-5.6 (Kit linsan) Exposure: 4 sec (4) Aperture: f/10 Focal Length: 18 mm ISO Speed: 100 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire

Í felum við fjallið (14 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þeir sem ferðast um þrengslin af og til ættu að kannast við þetta fjall. Kem því engan veginn fyrir mig hvað það heitir, en það er ekki aðalatriðið. Camera: Canon EOS 20D Lens: 18-55mm (kit) Exposure: 0.008 sec (1/125) Aperture: f/6.3 Focal Length: 18 mm ISO Speed: 100 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire

Vetrarfegurð í Stokkseyrarfjöru (7 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Tók þessa í seinni hluta janúar í Stokkseyrarfjöru. Var að prófa nýja þrífótinn. Specs: Camera: Canon EOS 20D Lens: Canon 18-55mm f/3.5-5.6 (kit) Exposure: 0.025 sec (1/40) Aperture: f/11 Focal Length: 18 mm ISO Speed: 100 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire Exposure Program: Manual Tekin í RAW og convertuð í Photoshop CS2. Aðeins fíniseruð eftir convertið.

"Vignir - Portrait" (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Góðkunningi minn hann Vignir. Camera: Canon EOS 20D Exposure: 0.01 sec (1/100) Aperture: f/4 Focal Length: 70 mm ISO Speed: 800 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire Man nú ekki nákvæmlega hvað ég gerði, en hún er aðeins unnin í PS CS2, skerping, litaleiðrétt o.fl.

"Snorri Bró - Portrait" (1 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Snorri, litli bróðir. Camera: Canon EOS 20D Exposure: 0.01 sec (1/100) Aperture: f/4 Focal Length: 70 mm ISO Speed: 1600 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire Vinnslan var eitthvað svipuð því sem ég gerði á hinni myndinni, og svo gerð svarthvít með channel mixer.

Fóstbræður? (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég man eftir orðrómi sem sagði að vinir okkar Fóstbræður ættu að koma á DVD í haust (s.s. ág/sept/okt 2006), en ekkert hefur nú bólað á því. Er einhver hérna sem veit eitthvað, eða hefur heyrt eitthvað eftir áræðanlegum heimildum? Svínasúpan er komin á DVD, Sigtið er komið á DVD, andskotans Jói Fel er kominn á DVD, af hverju ekki Fóstbræður?!

Gabríel (20 álit)

í Fuglar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Gabríel er tæplega fimm ára kakadúa stelpa.Hún er bara yndislegur félagsskapur og alger draumur.

Stokkseyrarfjara (9 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hér má sjá Stokkseyrarfjöruna á góðum degin. Tekin þriðjudaginn þann 9. janúar á þessu ári. Glöggir átta sig á að þetta eru Vestmannaeyjar þarna vinstra megin, “svífandi” yfir sjóndeildarhringnum! Specs: Camera: Canon EOS 20D Exposure: 0.02 sec (1/50) Aperture: f/8 Focal Length: 54 mm ISO Speed: 400 Exposure Bias: 0 EV Flash: Flash did not fire Myndin er tekin í RAW og processuð í Photoshop CS2.

Smá pæling varðandi keppnirnar.. (10 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Var að velta því fyrir mér hvort það væri eitthvað major húllum hæ að setja upp sér myndakubb fyrir keppnirnar? Bara eins og núverandi myndafyrirkomulag, nema bara keppnir, og hægt væri þá að browsa í gömlum keppnum og skoða myndirnar. Þá blandast ekki myndirnar sem eru sendar inn utan keppna og þægilegra að leita uppi myndirnar ef maður er seinn á ferðinni að kjósa.

"Two Tiny Santas - Jól" (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Tekin þann 19. desember. Þetta munu vera strákar systur minnar. Einn glænýr og annar 7 ára. Myndin er tekin á mína nýfengnu Canon EOS 20D með standard 18-55mm linsu. Specs: ISO: 800 Ekkert flass Focal length: 21mm Ljósop: f/5.6 Lokhraði: 1/30 Hún er unnin eftir á í Photoshop CS2. Systir mín sá að hluta til um vinnsluna þannig hún fær credit á þessa mynd líka.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok