Það eru nokkur atriði í greininni þinni, InfInIty, sem eru véfengjanleg. Þau eru eftirfarandi að mínu mati: 1. Fyrir það fyrsta er alls ekki erfitt að gera skattframtal, einkum og sér í lagi vegna þess að þegar fólk er nýútskrifað úr grunnskóla, þá á það ekki neinar eignir og skuldar ekki neitt, af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki orðið fjárráða og því má það hvorki eiga né skulda. Skattframtalsgerð þess fólks er einkar einföld, fylla út 5 reiti ef ég man rétt og ýta á senda. Ferlið...