Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

HoddiX
HoddiX Notandi frá fornöld 38 stig

Re: VERSTA GREIN SEM ÉG HEF NOKKUÐ TÍMAN LESIÐ!!!

í Metall fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hvað er mellulegt við að komast á góðan plötusamning? Þessi plata er ekki sell-out að neinu leyti, heldur er hún gríðarvel unnin á allan hátt, hvort sem það er productionið, spilamennskan, textagerð, eða tónsmíðar. Svo er Dani Filth greinilega mjög vel lesinn maður, og vel að sér í trúarbragðafræðum, og beitir þeirri kunnáttu vel í textagerð. Bestu textarnir hans eru margir hverjir engu síðri en það sem þú lest í Paradise Lost, sem þykir til merkustu bókmennta breskrar menningarsögu. Berðu...

Re: VERSTA GREIN SEM ÉG HEF NOKKUÐ TÍMAN LESIÐ!!!

í Metall fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hemm, þeir “seldu djöflinum sálu sína” þegar þeir gengu til liðs við Sony. Er það ekki nógu satanískt fyrir þig?

Re: Damnation and a day

í Metall fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Já veistu, þetta er bara einn besti metaldiskur sem gerður hefur verið, að mínu mati. Frábært konsept og alveg ótrúlega flottir, og í mörgum tilfellum fallegir, textar. Hiklaust besta band sinnar tegundar í heiminum í dag. Ef þú hefur gaman að textunum, og góðan slatta af þolinmæði, þá mæli ég með að þú reynir að komast í gegnum bókina Paradise Lost eftir John Milton. Platan er að mjög stóru leyti byggð á þeirri bók, nema sagan á plötunni sýnir djöflinum meiri samúð, og ef þú lest hana þá...

Re: furðuleg tákn!

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
mér finnst það líklegra en að Alf fljúgi 20.000 ljósár til að teikna hringi í garðinn minn.

Re: furðuleg tákn!

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þær eru bara að fokka í okkur. Kominn tími til að kaupa sér byssu. Sjálfur trúi ég ekki á þetta.

Re: Jólin koma *jiiiiibbííííí*

í Hátíðir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Fínasta grein.

Re: Guns n Roses

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Bara meira kúl að hafa tvö GnR bönd í gangi. Reyndar eru það samt bara Slash, Duff, og Matt Sorum sem eru úr GnR.

Re: Ýmind stelpna

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Alveg er það merkilegt hvað það má rakka niður mjótt fólk fyrir að vera mjótt, kalla það ókynþokkafyllar horgrindur o.s.frv., á meðan FEITT fólk er “mjúkt”. COME ON! Ef þið eruð svona sátt við eigið holdafar, af hverju í fjandanum þurfið þið þá að kalla mjótt fólk illum nöfnum? Er það kannski af því þið eruð það ekki sjálf? Hér að ofan er verið að rakka niður strák sem fílar mjótt kvenfólk betur, sem er SMEKKSATRIÐI. Pælingin í þjóðfélaginu virðist vera: Mjótt fólk eru horgrindur sem má gera...

Re: Er börnum óhætt

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Blessaður vertu, þetta er alveg jafn líklegt til að gerast á Íslandi. Líkurnar á því að einhver snappi á áberandi hátt og sé frá Bandaríkjunum eru bara meiri vegna þess að þar er fleira fólk. Fólk snappar alveg jafn oft, og á jafnvel verri hátt en hér, í Asíu til dæmis. Við bara heyrum minna af því, því það eru ekki “vesturlönd”. Og hverjum er ekki skítsama hvort þetta sé C/P grein eða ekki á meðan hún er lögleg. Get a life.

Re: Kvörtunarbréf til Sveppa í 70 mín

í Gæludýr fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jesús fokking Kristur, þetta er ekkert voðalega flókið. Þetta snýst ekkert bara um réttindi dýranna, heldur HNIGNANDI SIÐFERÐI. Þá skiptir ekki máli hvort það sé fyndið eða ekki. Þetta snýst um ábyrgð.

Re: Kvörtunarbréf til Sveppa í 70 mín

í Gæludýr fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er kannski ekkert verra en drepa orm, en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um það að það er ósiðlegt að drepa dýr sér til skemmtunar. Og það að sýna þetta í sjónvarpi er bæði lágmenningarlegt og ÓLÖGLEGT.

Re: Er einhver til í að skipta?

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ef þú ert ekki búinn að losa þig við hana væri ég til að kaupa hana af þér. Hvað ertu að spá mikið?

Re: ADSl á Mandrake 9.1?

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er líka með Itex og fékk það aldrei til að virka í linux. Ég fann drivera fyrir það, en hefði þurft að compila annan kjarna (sem ég kann ekki), og alls konar vesen í kringum það. Þegar ég keyri linux núna, fer ég bara á netið gegnum windows router. En með réttum kjarna á víst að vera hægt að nota Itex.

Re: iTrippið mitt ;D

í Apple fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta er svalasta dót sem ég hef heyrt um.

Re: Réttlæting reykingamannsins

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Aftur: það er enginn að tala um jákvæðar hliðar reykinga (sem eru þó alveg til staðar), heldur er ég að rakka niður fólk sem kemur fram við reykingafólk eins og óæðri hálfvita sem ekki ber að sýna virðingu. Það vita ALLIR að það er heimskuleg ákvörðun að byrja að reykja. En eitt lykilatriði þess að búa í samfélagi með öðru fólki er að sýna umburðarlyndi gagnvart vali annarra, burtséð frá því hvort þú fílir það sjálfur eða ekki. Ég reyki ekki ofan í aðra. Ég reyki helst ekki innandyra...

Re: Réttlæting reykingamannsins

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég pirrast auðveldlega. Ég er bara búinn að fá nóg af væluskjóðum að væla yfir því hvað reykingafólk sé allt saman vont við þær. Það er ekkert allt reykingafólk, bara sumt. Það er enginn að segja að reykingar séu góðar, en fólk sem setur sjálft sig á háan hest, og lýsir því STOLT yfir að það reyki ekki, og notar það sem einhvers konar afsökun til að rakka fólk niður (etv. það fólk sem lamdi það í gaggó) fyrir að reykja, er að mínu mati full skrælingjalegt. Það að reykja ekki er ekkert til að...

Re: Réttlæting reykingamannsins

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ef þið ætlið að úthúða fólki fyrir LÖGLEGAR reykingar sínar eruð þið slæmar manneskjur og getið fokkað ykkur. Ef einhver truflar ykkur með sígarettureyk megið þið kannski úthúða ÞEIRRI manneskju FYRIR ÞAÐ, en ef þið úthúðið hverjum einasta reykingamanni, sem hefur ekkert gert ykkur, þá eruð þið fordómafullir hálfvitar og megið grotna í helvíti. Það skiptir engu máli hvort það er kallað svertingjar, gyðingar, reykingamenn, eða vesturlandabúar. Ef þið fordæmið þjóðfélagshópa fyrir það hvernig...

Re: Nick Cave DVD diskur á leiðinni

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ÉG VIL FÁ

Re: BLACK METAL VS KRISTNI

í Metall fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ekki rétt. Kannski misjafnt eftir fólki, en til hvers þá að titla sig satanista? Dæmi: “Declaration of Indie Pendants: Reverend Michael Boe displays a Baphomet, a registered trademark of the Church of Satan. The two upward points are thrust in defiance of heaven, and the three lower points are trinity denied.” Reif þetta úr viðtali við einhvern æðstaprest sem ég las fyrir löngu, og saveaði.

Re: BLACK METAL VS KRISTNI

í Metall fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ef þú hlustar á black metal af því þú ert andkristinn, eða ert andkristinn af því þú hlustar á black metal, þá ertu PÓSER!!!!! Black metal er ekki lífsstíll. Black metal er tónlistarstefna. Count Grishnackh = POSER Maður sem gerir út á að vera “evil” er alltaf poser. Svo er hann nógu heimskur til að gera ekki greinarmun á heiðnum trúarbrögðum og satanisma. OG ENNFREMUR: Ef þið eruð nógu uppteknir við að titla ykkur satanista til að undirstrika hvað þið hatið Guð, þá eruð þið að viðurkenna...

Re: Kettlingar á ruslahaugum

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Láttu mig vita ef þú kemst að því hver gerði þetta, ég skal mæta heim til þeirra. Í fullri alvöru.

Re: hvers vegna??

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég held að fólk sem tautar yfir útliti annarra sé bara komplexað yfir eigin útliti. Það er bara staðreynd að fallegt fólk er vinsælla en ljótt fólk, og það kemur tískubylgjum ekkert við. Hins vegar finnst mér stórmerkilegt að fegurð sumra geti flokkast sem sjúkdómur.

Re: Deep Purple

í Gullöldin fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það er hægt að finna live útgáfu af Hush með Gillan frá '69 á netinu. Fyrir þá sem vilja, en það er LANGflottasta útgáfan af því finnst mér.

Re: Bruce Iceland Express

í Metall fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Go back to Russia

Re: Black Sabbath - Kynning

í Metall fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Svo er art of war ekki nema einhverjar 20 blaðsíður, þannig að ekki tapa þér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok