Að laga skekkjur og taumvandamál með hringteymingu: Það er frekar algengt vandamál að hestar séu skakkir. Reyndar eru flestir hestar aðeins skakkir að eðlisfari, en sumir verða með tímanum mjög áberandi skakkir. Þá má notast við hringtaum til að þjálfa vöðvana betur og losna við skekkjuna. Við notum hliðartauma, frá mélunum að gjörðinni. Það er alveg sama hvort við notum bara gjörð eða hnakk. Það verður að festa tauminn í miðju, eða rétt fyrir ofan miðju búksins, í gjörðina. Innri taumurinn...