Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

HlynurS
HlynurS Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
1.386 stig
…djók

Staðfesting fengin á Ibanez RG-8 (20 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Já, um daginn voru það 6 strengja gítarar, í gær voru það 7 strengja en í dag erum við að tala um 8 strengja gítara! Ibanez hefur staðfest það að þeir séu að fara að gefa út nýja RG týpu sem mun ganga undir nafninu RG-8 sem þýðir einfaldlega að hann hafi 8 strengi. Það eru ekki komin nein specs en það má víst ekki segja frá þeim fyrr en á NAMM sýningunni. Ég býst við því að það sé bætt við lágum B streng og háum A streng. Gæti samt verið lágur B og lágur F#, hver veit… finnst hitt samt...

Könnunin? (16 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Fyrirgefið en ég er bara ekki að fatta spurninguna í könnuninni. Er verið að spurja hvaða rafmagnsgítarmerki manni finnst vera best, hvaða rafmagnsgítarmerki maður á, hvaða rafmagnsgítarmerki maður ætlar að fá sér næst, hvaða rafmagnsgítarmerki manni finnst vera ofmetnast/vanmetnast, hvaða rafmagnsgítarmerki manni finnst vera lélegastir, hvaða rafmagnsgítarmerki…. o.s.fv. Mér finnst þetta bara vera eitthvað svo fáránleg spurning, spurning sem spyr að engu. “Hvaða Rafmagnsgítar merki?”

Conrad Schrenk (2 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Gítarleikari sem fáir vita af, sem er synd því þetta er einn ótrúlegasti gítarleikari sem ég hef heyrt í og ótrúlega skemmtileg tónlistin hans. Hann er Austurrískur og spilar Fusion sem er blandað Funk og smá Metal líka á tímum, ótrúleg útkoman úr þessu! Og já, þótt hann haldi á klassískum gítar á myndinni þá spilar hann ekki bara klassík. Þetta var bara besta myndin sem ég fann af honum, voru ekki margar í boði hehe :D Mæli sterklega með plötunni hans Save The Robots.

Ibanez JPM100P2 (20 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Fann þennan á eBay áðan. Fáránlega svalur gítar, og mjög sjaldgæfur. Signature John Petrucci frá því hann var hjá Ibanez. Þessi gítar er 1999 módel. Specs: • Basswood Body • 1 pc. maple Viper neck, all-access neck joint, 25.5" scale • Rosewood, bound fretboard, 24 frets with offset dot inlays • Lo-pro Edge with locking nut • DiMarzio Air Norton DP193 (H) Neck PU • DiMarzio Steve's Special DP161 (H) Bridge PU • 1 Vol, 1 Tone & 3-way Switch • Picasso graphic (Pastel)

Þitt næsta hljóðfæri? (134 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Mig langaði að koma af stað smá umræðu um það hvaða hljóðfæri/magnara/aukahluti þið ætlið að fá ykkur næst, eða planið á að fá ykkur í framtíðinni (þá er ég að tala um raunsæilega hluti). Til að byrja með þá skal ég segja það sem ég er að plana að kaupa mér næst. Næst á dagskrá mun vera nýr magnari sem ég hef ákveðið að verði Mesa Boogie Dual Rectifier, er að safna mér upp í hann eins og er :) Og fá mér einhverja góða pedala eins og delay, chorus og var að spá í að fá mér Vox Wah-Wah. Og svo...

Talent Booster (17 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það eina sem þú þarft ;)

Hvaða lag er þetta?! (hljóðfæll inní korki) (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er búinn að vera með þetta á heilanum og er að verða brjálaður á því :D Man ekki hvað þetta lag heitir eða með hverjum það er, man bara hvernig melodían var. Allvega setti ég byrjunina inn í Guitar Pro eins og þetta hljómaði nokkurnvegin í höfðinu á mér. Setti trommur líka inn, ekki spá mikið í því afþví að ég er ömurlegur í því :D haha Þetta er allavega lagið í midi formatti: http://www.yousendit.com/transfer.php?action=download&ufid=4331B751012034E9 P.S. Ég ákvað bara að pósta þessu...

Eugene's Bag of Tricks (6 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Mig langaði að sýna þeim sem hafa ekki séð þetta og/eða ekki lært þetta hvernig á að spila Arpeggio hlutann af sólóinu sem heitir Eugene's Bag of Tricks sem er úr myndinni Crossroads. Ég læt fylgja með brot úr myndinni þar sem sólóið er spilað. Leikarinn er Ralph Macchio, hann mime-ar bara sólóið en Ry Cooder spilar það í raun og veru ef ég man rétt. En sólóið var held ég samið af honum og Steve Vai. Allavega mæli ég líka með þessari mynd! Mjög gaman af henni, ein af mínum uppáhalds. Hérna...

Óska eftir söngvara (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er í 4 manna bandi með húsnæði í TÞM en erum ef til vill að flytja í húsnæði á Höfðanum. Við erum 2 á gítar, bassi og svo trommur. Við spilum metal af góðri lyst með áhrifum frá t.d. Megadeth, Metallica, Iron Maiden, Dream Theater, Symphony X o.fl. En við hlustum á flesta tónlist. Við erum auðvitað að vinna í okkar eigin efni auk þess sem við erum að covera eitthvað líka. Frekari upplýsingar getiði fengið með því að senda mér hugapóst eða á emailið: hlynurstef(at)gmail.com Ef þið viljið...

Óska eftir söngvara! (3 álit)

í Metall fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er í 4 manna bandi með húsnæði í TÞM en erum ef til vill að flytja í húsnæði á Höfðanum. Við erum 2 á gítar, bassi og svo trommur. Við spilum metal af góðri lyst með áhrifum frá t.d. Megadeth, Metallica, Iron Maiden, Dream Theater, Symphony X o.fl. En við hlustum á flesta tónlist. Við erum auðvitað að vinna í okkar eigin efni auk þess sem við erum að covera eitthvað líka. Frekari upplýsingar getiði fengið með því að senda mér hugapóst eða á emailið: hlynurstef(at)gmail.com Ef þið viljið...

Píanónám (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég var að spá hvort einhver viti hvar maður gæti hugsanlega farið í klassískt píanónám og hvað það gæti ef til vill kostað? Ég er staddur á höfuðborgarsvæðinu. Kveðja, Hlynu

Hættur sem stjórnandi (22 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Því miður hef ég ekki lengur tíma til að vera að skoða og yfirfara áhugamálið og uppfæra kubbana og annað slíkt lengur. Af sökum þess hef ég ákveðið að senda Vefstjóra póst um það að ég sé hættur. Og ætti þetta að koma inn bráðlega. Þetta þýðir einfaldlega það að Dionysos, comics og Roadrunner standa eftir til að sjá um áhugamálið. Því þurfið þið að senda þeim póst í sambandi við áhugamálið en ekki mér. Þetta var fínn tími sem ég var stjórnandi og vill þakka öllum sem gáfu manni stuðning...

Tveir nýjir stjórnendur (11 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Eins og glöggir notendur áhugamálsins hafa séð eru komnir ekki einn, ekki einn og 3/4 heldur TVEIR nýjir stjórnendur á áhugamálið í stað Gislinn. Það eru þeir Dionysos og comics. Endilega takiði vel á móti þeim og gefið þeim smá tíma til að aðlaga sig að stjórnendastöðunni og að læra inná hana. Ég efast ekki um að þeir eigi eftir að halda áhugamálinu góðu og gangandi áfram og létta lóðunum af mér að einhverju leyti. Ég óska þeim til hamingju með þetta! Tökum nú á móti þeim með lófataki...

Óskum eftir hljómborðsleikara og SÖNGVARA!!! (2 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Við erum 4 strákar, ég 18 ára og rest 19. Okkur bráðvantar hæfileikaríkann hljómborðsleikara og söngvara með okkur. Við erum með æfingarhúsnæði í TÞM og við erum að spila einhverskonar metal. Sem áhrifavalda má nefna mikið frá Dream Theater, Megadeth, Metallica til Pink Floyd. Við erum mjög hrifnir af proggi og langar að prófa okkur í þá átt. Við erum að spila cover lög ásamt því að semja. Aldur skiptir í raun mjög litlu máli, bara að þú sért góður að syngja/spila á hljómborð og að þú passir...

JP7 (20 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 2 mánuðum
John Petrucci Ernie Ball Music Man Signature 7 String gítar í Mystic Dream lit. Fullhlaðinn með piezo, matching headstock og John Petrucci inlays. Þetta er einmitt gítarinn sem ég er að spá í að fá mér næst. Líklegt samt að maður sleppi þá JP inlays og hafi bara dot inlays. En maður myndi samt sem áður aldrei fá sér svona í bráð. En einhverntíman líklegast eða ég vona það að minnsta kosti :D

Fyrsti þráðurinn! (13 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Vildi bara fá þann heiður að pósta fyrsta þræðinum í þessum yndislega nýja korkaflokki. Nánar um þetta í tilkynningum, endilega skoðið það :) http://www.hugi.is/hljodfaeri/announcements.php?page=view&contentId=3908397 Og til að vígja nýja þráðinn almennilega þá hef ég ákveðið að láta myndband fylgja, njótið vel. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=57q5zdvMw58 Bætt við 25. ágúst 2006 - 23:47 Já og eitt enn, endilega sleppið því að senda inn korka hingað sem heita “Annar þráðurinn!!!” eða...

Nýr korkarflokkur!!!!! (2 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Já rétt er það strákar og stelpur! Hugmynd mín hefur orðið að veruleika og það er búið að koma upp nýjum korkaflokki sem er ætlaður kennsluefni. Hugmyndin er að fólk geti sent inn ýmis gítar licks/gítar tækni, trommu takta/tækni, tónfræði, hljómfræði, póstað myndböndum, linka á gott kennsluefni o.s.fv. Þetta þýðir samt ekki að þið eigið að fara á YouTube eða eitthvað og pósta öllu sem þið finnið. Ef þið gerið það þá verðum við stjórnendur að setja ykkur takmörk og leyfa aðeins ákveðna tölu...

Floyd Rose (42 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Margir hafa spurt um þessar brýr og hvernig þær virka og því hef ég ætlað mér að reyna að svara spurningum ykkar um Floyd Rose núna eins vel og ég get fyrir alla að sjá. Floyd Rose Þegar ég segi fljótandi brýr þá er ég aðallega að tala um þessi kerfi eins og Floyd Rose og Edge Pro sem ég var búinn að nefna hér á undan. Sem eru læst kerfi. Þau virka þannig að við höfum til staðar brúnna, gormana og stólinn undir gítarnum til að krækja gormunum í. Auk þess sem að til staðar er séstakt nut sem...

Hugmynd! (allir að gefa comment!) (44 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég fékk þá hugmynd um daginn að kannski það væri sniðugt (ef þið viljið). Að koma upp nýjum korka flokki sem væri bara undir kennsluefni fyrir hljóðfæri. Þar væri hægt að pósta einhverjum Licks, myndböndum og einhverju sniðugu í þeim dúr. Þetta myndi þá bara vera fyrir kennsluefni og þá er allt gott og gilt! Kennsluefni fyrir öll hljóðfæri og tónfræði líka, hljómfræði og allur pakkinn bara. En það myndi auðvitað ekki þýða að það væri tækifæri fyrir ykkur að spamma inn korkum með myndböndum...

John Petrucci facts (16 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Fann þetta á netinu og ákvað að deila þessu með ykkur :) Djöfull fannst mér þetta fyndið :D — -The chief exports of John Petrucci are 64th notes. -John Petrucci once played a solo so fast that his fingers broke the speed of light, went back in time, and killed Jimi Hendrix while he was trying to sleep. -If you ask John Petrucci what time it is, he always, always says, “15/8.” John Petrucci has a box of souls he's amassed over the years after being challenged to “shredding contests”. His box...

Nýtt notendarnafn!!! (7 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Já, því miður eru svo fáir sem skoða Tilkynningarnar þannig að ég ætlaði að pósta þessu í kork hér líka. http://www.hugi.is/hljodfaeri/announcements.php?page=view&contentId=3893070 Segir allt sem segja þarf :) Kveðja, Hlynu

Nýtt notendarnafn!!! (7 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ójá, þið heyrðuð rétt. Ég skipti um notendarnafn, mig hefur langað að gera það í svolítinn tíma núna og ákvað bara að láta vaða. (Þetta er Morgoth fyrir þá sem ekki vita). Þar sem ég hét áður Morgoth heiti ég nú HlynurS. Bara svona svo að allir fari ekki að ruglast neitt of mikið þá ávað ég að gera tilkynningu um þetta mál. Þið megið hafa ykkar skoðanir á málinu en ég er allavega sáttur og það er allt sem skiptir máli :D

Upptökugræjur (17 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Svoleiðis er mál með vexti að mig langar að fara að geta tekið upp tónlistina mína nokkuð almennilega. Þannig að ég var að spá með hverju þið mynduð mæla með ef ég er að fara að taka upp á hljóðfæri eins og gítar, bassa, píanó. Og svo vantar mig einhvern trommuheila líklegast þannig að það væri fínt að fá ráðleggingar á það líka :) Þannig að ég mig myndi vanta alveg hljóðkortið og forrit og allt það. Endilega segið hvað þið mælið með. Takk fyrir. Kv. Hlynu

Effekt til sölu! (1 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég er með Zoom Ultra Fuzz UF-01 effekt til sölu. Lítið sem ekkert notaður, keypti hann og notaði hann síðan lítið vegna þess að ég þurfti ekki að nota hann. Hann var keyptur í Tónastöðinni á einhvern 9 - 10 þúsund kall. Ég veit ekki hvað hann kostar núna en ég læt hann fara á 5 þúsund eða betra boð og batterý fylgir sem er, eins og ég sagði áðan, næstum ónotað. Ég er staðsettur í Grafarvoginum í Reykjavík. Myndir: Mynd 1 Mynd 2 Mynd 3 Mynd 4 Mynd 5 Áhugasamir vinsamlegast sendið mér hugapóst...

Mæli sterklega með þessu forriti! (12 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
http://www.chronotron.com/ Fariði á þessa síðu: http://www.chronotron.com/content.php?page=downloads Og klikkið á “Chronotron Plug-in v3.5”. Ekki þetta ‘Pro’ dæmi. Þetta forrit getur lækkað tempo á lögum og hækkað það án þess að tíðni og tóntegund breytist. Vanalega þegar þú hægir á einhverju þá verður tíðnin minni og því lækkar tíðni hljóðsins og ef þú hraðar því upp eykst tíðnin og því verður tíðni hljóðsins meiri. Þetta forrit getur hægt og hraðað án þess að hafa áhrif á tíðnina. Auk þess...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok