Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

HlynurS
HlynurS Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
1.386 stig
…djók

Könnunin (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég hef nú ekki verið mikið á þessu áhugamáli undanfarið en ákvað að kíkja aðeins á það í dag og það fyrsta sem ég sé er þessi könnun. Ég nenni nú sjaldan að röfla yfir einhverju svona en finnst það bara svo pirrandi þegar það koma inn kannanir sem eru flóknari en þær þurfa að vera og fyrir vikið lélegri en þær þurfa að vera. Valmöguleikar eru: * Drasl, nota aldrei þannig og myndi aldrei fá mér gítar með þannig. * Stór partur af mínum gítarleik, nota það mjög mikið. * Allveg sama, nota það...

Jonathan Kreisberg (2 álit)

í Jazz og blús fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Var að spá í að senda inn trivia en vildi ekki vera svo kvikyndislegur þar sem það eru líklegast ekki margir sem kannast við þennan. Allavega þá er þetta Bandaríski jazzgítarleikarinn Jonathan Kreisberg og ef fólk hefur ekki heyrt neitt með honum þá mæli ég með að þið gerið það undir eins! ;-) Læt fylgja með tóndæmi af tónleikum, lagið “Twenty-One” sem á víst að vera í “takttegundinni” 21/8, (þó maður myndi kannski frekar skrifa það sem 5/8 + 5/8 + 5/8 + 3/8 + 3/8 = 21/8 eða 5/8 + 5/8 + 5/8...

Hvað virkar og hvað ekki samkvæmt rannsóknum (12 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Rakst á þessa grein þar sem farið er yfir hvaða efni rannsóknir hafa sýnt að virki, hvaða efni virka hugsanlega, hvaða efni er erfitt að segja til um hvort virki og efni sem virka greinilega ekki. http://www.jissn.com/content/7/1/7 Nokkuð áhugaverð lesning, ákvað að deila þessu með ykkur.

Hverju hendiði í blandarann? (11 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Var loksins að fá blandara í hendurnar, hef aldrei átt slíkt tæki og er því nýgræðingur í þessum málum. En langaði að fá að vita hvað þið eruð að henda í blandarann. Langar að reyna að útbúa mér einhvern góðann prótein/gainer shake en veit að það eru einhverjir hérna með einhverjar bragðgóðar “uppskriftir” uppí erminni. Og langaði því að fá einhverjar hugmyndir áður en ég fer að blanda út í loftið.

Til hvers að vera þunnur þegar maður getur verið þykkur?! (17 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 8 mánuðum
En svona í alvöru talað, ég tók þá ákvörðun í nóvember síðastliðinn að hætta að drekka og einblína að því að ná árangri í ræktinni og staðið við það. Eru margir hérna sem gera það sama eða eruði að lyfta og drekka svo um helgar? Langaði að reyna að koma af stað smá umræðum um áfengisneyslu og að stunda líkamsrækt, hver hefur t.d. ekki heyrt að “þú ferð eina viku afturábak í ræktinni með einu fylleríi” eða einhverju álíka? Hvað segið þið?

Quiz - hver er þetta? (9 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Hvaða magnaði Bodybuilder er þetta?

Joel Stubbs - Eitt hrikalegasta bakið í dag (10 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Hann er með litla fætur vegna einhverra meiðsla sem gerir honum ekki kleyft að æfa fætur það mikið en efri líkaminn á þessum manni er hrikalegur! Þá sérstaklega bakið.

Hugmyndir með að bragðbæta hreint maltodextrin? (8 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Sælir/sælar Ég fékk mér dúnk af hreinu maltodextrin í vaxtarvörum en þetta er bara svo viðurstyggilega vont á bragðið ef maður blandar þessu beint í vatn þannig ég var að velta því fyrir mér hvort einhver af ykkur hafi eitthvað bragðbætunar trick uppi í erminni? Planið er að taka þetta inn eftir æfingar til að hlaða upp glýkógen birgðirnar og auk þess taka kreatín með þessu þannig ég vill ekki blanda þessu í neina drykki með mikið sýrumagn eins og appelsínusafa o.s.fv. Öll skítköst vel þegin...

Hvenær er best að taka Glutamine og Creatine? (19 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og verið að leita af svörum á netinu en finn mjög mismunandi svör. Sumir segja að það eigi að taka kreatín og glútamín saman bæði fyrir og eftir, sumir segja að það megi ekki taka það saman, sumir segja að það eigi að taka glútamín eftir æfingu en aðrir kreatín en samt má ekki taka það á sama tíma… maður er að verða vitlaus og veit varla hvað maður á að gera. Mín hugmynd var að taka 5g af kreatíni þegar maður vaknar og aftur eftir æfingu og 5g af...

Hvar kaupir maður þrúgusykur? (19 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum
Veit að maður getur keypt þrúgusykur í töfluformi í apótekum en er að leita af þrúgusykri í duftformi til að taka inn með kreatíninu. Fann þetta reyndar á þessum síðum: http://www.slikkeri.is/verslun/Scripts/prodView.asp?idproduct=3 http://www.nammiland.is/description/%C3%9Er%C3%BAgusykur%202,5.aspx http://aman.is/index.php?page=shop.product_details&flypage=shop.flypage&product_id=1242&category_id=91ce3b31bb6b10f342b61d36cc9375a6&option=com_phpshop&Itemid= En er engin verslun að selja þetta?...

Meal Replacer (11 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum
Er að velta því fyrir mér að fjárfesta í Meal Replacer fyrir millimáltíðir. Hef verið að skoða eitthvað en langaði að vita hvað ykkur finnst vera besti meal replacerinn? Bætt við 19. nóvember 2009 - 11:12 Þá er ég að tala um með c.a. 50/50 prótein og kolvetni

Max-OT (9 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum
Ég er að fara að byrja Max-OT prógram (Maximum Overload Training). Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá getiði lesið um það á þessari síðu: http://www.ast-ss.com/maxot.php (þarf reyndar að skrá sig, en það er svosem ekket stórmál) Svo er búið að íslenska þetta hérna: http://www.progress.is/index.php?option=com_content&view=article&id=243&catid=44&Itemid=113 Í stuttu máli þá gengur þetta út á að æfa aðeins í um 30-40 mínútur í senn, því náttúrulegir vaxtarhormónar eru í hámarki á þeim tíma....

John Pizzarelli (2 álit)

í Jazz og blús fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Uppgötvaði þennan gæja um daginn, ótrúlegur gítarleikari og söngvari. Swingar hart og hljómar mjög gamaldags (á góðann hátt!)

Charlie Christian (3 álit)

í Jazz og blús fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Fyrsti meistari rafmagnsgítarsins

Nýji gítarinn - Carvin DC747C (33 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Var að fá þennan í hendurnar og þetta er einn besti gítar sem ég hef séð og spilað á! En auðvitað erum við að tala um Carvin DC747C sem er sérpantaður (custom) frá Carvin. Ótrúlegt hvað þeir eru fljótir að smíða gripinn og senda, liðu ekki nema 2 mánuðir frá pöntun til að ég fékk hann í hendurnar. Og þessi gítar er alveg hreint frábærlega vel smíðaður og bara miklu flottari en ég bjóst við! Þótt myndin sýni hann alveg ágætlega þá er hann samt flottari í persónu, litirnir lifna alveg við og...

Steve Vai Workout Program (PDF skjöl inni í þræði!) (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Steve Vai útskýrði hvernig hann æfði sig þegar hann var yngri og á meðan hann stundaði nám við Berklee háskólann í Boston. Fyrst gaf hann út “10 hour Workout” og svo seinna gaf hann út endurbætta útgáfu sem kallaðist “30 hour Workout” sem var í raun það sama og 10 klukkustunda útgáfan nema að það er aðeins meira innifalið í þessum 10 klukkustundum og þetta er ætlað til að æfa 3 daga í röð. Hérna eru allavega þessar greinar fyrir áhugasama í .pdf skjali! Mæli með að allir skoði þetta þótt þið...

Nýr Dagur - Andrés Þór Gunnlaugsson (2 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nýji diskurinn frá Andrési Þóri Gunnlaugssyni. Fjárfesti í honum og get ekki annað en mælt með honum, frammúrskarandi hljóðfæraleikarar honum við hlið. Sigurður Flosason á Altó Saxófón Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á Kontrabassa Scott McLemore á Trommu

Umslagið á nýju Dream Theater plötunni komið! (9 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Loksins komið út umslagið á nýju Dream Theater plötuna, Systematic Chaos. http://www.melodicrock.com/dreamtheater-systematicchaos.jpg Frekar töff!

Klaki (11 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Mynd tekin uppi á Úlfarsfelli.

Turn (6 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Einfaldlega mynd af turni :)

Tankar (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Tók þessa um daginn hjá tönkunum í Grafarholti.

12 hálsa Strat (20 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hver væri ekki til í þennan?! Hehe, en í alvöru talað þá er þetta verk eftir Yoshihiko Satoh og kallast THE ARMS.

Gítarinn og nýji magnarinn (52 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Var einmitt að fá mér nýjan magnara, eitt stykki Mesa/Boogie Dual Recto Roadster haus og 4x12 Straigh Recto Cab eins og sést á myndinni. Ég gæti ekki verið meira sáttur með þennan magnara, ótrúlega fjölhæfur og þægilegur. Maður þarf aðeins að læra inn á hann fyrst en ég held að ég sé kominn með góð tök á honum, á bara eftir að skoða manualinn aðeins betur. En við hlið magnarans er gítarinn minn, ESP Horizon NT-II. Killer Combination verð ég að segja :D Næst á dagskrá… pedalar og stöff fyrir...

Mesa/Boogie Dual Rectifier Roadster!!! (18 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Djöfull er ég sáttur! Fer á morgun (laugard. 3. feb) og kaupi mér Mesa/Boogie Dual Rectifier Roadster haus og 4x12 Standard Straight Rectifier Cabinet. Ég ætlaði að taka Standard Slant box en þeir seldu víst seinasta eintakið fyrir stuttu, það var greinilega ekki skrifað á frátektarmiðann að ég vildi Slant box þannig að ég verð að láta mér nægja Straight. Ekki nema ég vilji bíða í nokkra mánuði sem kemur ekki til greina :D En mér var samt sagt að það væri meiri bassi í straight boxinu, og...

Ibanez RG-8 prototype (27 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Prototype af væntanlega RG-8 gítarnum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok