Ég, fyrir mitt leiti, er að komast æ meir á þá skoðun að vatnsbúskapurinn í Mið-Austurlöndum skipti í raun mun meira máli, þegar kemur að deilum og átökum milli ríkja þessa svæðis, en olíuauðurinn. Eins og ég hef áður sagt þá er ég viss um, að báðar þessar ástæður spili aðalhlutverk í ástæðu innrásarinnar í Írak sem núna stendur yfir. Þegar allt kemur til alls þá getur fólk komist af án olíu, en aðgangur að vatni er lífnauðsyn. Ég rakst á grein frá árinu 1999, sem mér fannst áhugaverð og...