Get ekki andað, er með opin augun en sé ekki neitt, allt svart. Hvað er að ske. Líkami minn stjarfur, get mig ekki hreyft. Er ég lamaður? Hvar er ég, hvað skeði, sársauki í höfði minu, finn mér blæðir, hvað verður um mig?! Rifjast upp fyrir mér, bíll.. vinir minir. Svo missi ég meðvitund, vakna næst í sjúkrabíl, háværar sírenur, finnst ég vera að deyja, ég get talað, stama útúr mér, “hvað skeði”, læknirinn svarar, “þú lentir í bílslysi”. Hvar eru vinir minir spyr ég? Tveir af þeim eru látnir...