Finnst það algjörlega fara eftir aðstæðum bara, vissulega er það asnalegt þegar eitthver gaur sem veit lítið sem ekkert um þá er að kalla sig víking niðrí bæ. En þegar talað er um þessa genaarfleifð, við Íslendingar höfum verið svo einangraðir hérna lengi að segja má að genin af þessum tíma hafi breyst jafn lítið og tungumálið. Þess vegna sé ég góða ástæðu til þess að vera stoltur af því að vera kominn beint af þeim hvað varðar hárlit, líkamsbyggingu, augnalit og slíkt.