Þetta ljóð er mjög fallegt að innihaldi en kannski ekki að sama skapi í útliti. Of margir stuðlar og hrynjandin gengur ekki upp. Þú hefur greinilega gott hugmyndaflug og kannt svo sannarlega að draga upp fallegar myndir með orðunum.
Mér finnst þetta frekar vera einhverskonar hugleiðing en ekki ljóð. Það er ekkert ljóðrænt við þetta, hvorki uppbygging eða myndmál. Stendur svo sem alveg fyrir sínu sem hugleiðing um lífið og tilveruna.
Þetta er rosalega flott hjá þér. ,,Hver hefur neytt þér í hornið, strákurinn stillti?" Held samt að þetta ætti að vera þig en ekki þér. Annars glæsilegt, virkilega hrífandi.
ágætt byrjandaverk held ég. Þú hefur greinilega ákveðnar hugmyndir um myndmál en þarft þó að muna að myndmál er ekki nóg til að skapa ljóð. Það þarf meira til.
Mér finnst þetta vera svona dæmigert skúffuljóð. Eitthvað sem maður yrkir því manni líður ekki vel en á lítið erindi til annarra. Þú hefur hins vegar greinilega auðugt ímyndunarafl og auga fyrir myndmáli.
Þetta er virkilega flott saga. Sammála því að þú mættir kannski finna þer einhvern bragarhátt til að gefa ljóðinu sterkari svip og finna þér öruggari farveg. Síðastu línurnar eru hins vegar tær snild. Mjög svartur og ,,kúl" húmor. Mér líst vel á þig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..