Ef þú átt ekki mikið a peningum myndi ég bara mæla með að hita vel upp. T.d humma einhverja skala, Teygja kjálkann, “geispa” skala og fleira. sjá hvað þú kemst hátt og reyna að bæta við range-ið þitt. Því hærra sem þú kemst því öruggari eru hinar nóturnar. Svo er lykilatriði að drekka nóg vatn og hætta að syngja um leið og þig fer að verkja í hálsinn. Leyfa honum bara að jafna sig og byrja daginn eftir.