Málið er að þú þarft að kunna að leita, vita hverju þú átt að leita að og hvað getur mögulega verið vírus/njósnaforrit og hvað ekki. T.d. er góð regla að sækja ekki forrit á DC eða LimeWire heldur einungis media skrár s.s. myndbönd, tónlist og fleira. Svo er annað með torrent, ef þú ert á einka-tracker þá er það hlutfallslega miklu öruggara, vegna þess að þar er mjög strangt eftirlit oþh. Einnig eru klámsíður mjög þekktar fyrir að vera með óvenjulega fleiri vírusa/njósnaforrit en aðrar...