Þegar ég byrjaði að drekka mig fullan í framhaldsskóla(16 ára), þá spurðu mamma hvort ég væri að fara drekka. Ég sagði alltaf “já”, enda var það sannleikurinn. Þá sagði hún “helst ekki drekka sterkt áfengi, bara bjór eða eitthvað”….þó ég hafi ekki alveg farið eftir því þá reyndi maður það. Þau treysta mér alveg. Var líka búinn að segja þeim að ef foreldrar banni börnum sínum að drekka þá séu þau eiginlega að stuðla að því að þau geri það. Og þá þurfa þau oft að redda sér áfengi frá öðrum....