Þetta er ofboðslega fallegt. Ég er reyndar alvarlega hlutdrægur þegar kemur að því að dæma hefðbundinn kveðskap þar sem mér finnst hann bara yfirleitt skemmtilegri og betri en óhefðbundinn. Ein ábending þó. Ég held að ég sé ekki að bulla þegar ég segi að í seinustu tveimur línunum sé stuðlunin ekki alveg kórrétt. Sk, St og stakt S stuðla ekki samkvæmt ströngustu bragreglum. Ef ég má gerast svo grófur að koma með tillögu (veit að það er óþolandi) þá stuðla línurnar rétt með því að segja....