Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Harry Potter Enska eða Íslensku?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég hef verið að lesa enska áhugaspuna á fullu í meira en ár örugglega. Það gerir ótrúlega mikið gagn. Ég skil allt á ensku núna og kvíði bara fyrir því ef það koma ný orð :|

Re: Hvað kostar hún?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég vil EKKI sjá þetta fyrsta. Ég vil ALVEG sjá númer tvö. Og yrði ekki betra ef Lucius yrði góður?

Re: Unlikely Alliance: Kafli 23 - Aberdeenshire

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Tzipporah, ef ég kæmist í röðina þá myndi ég faðma þig og kyssa þig á kinnina fyrir að vera svona yndislegur áhugaspunahöfundur! Ég held að mér hafi fundist þetta besti kaflinn af öllum hinum 22! Og ég vorkenni Hagrid svo mikið. Ég var að vonast eftir því að Norbert myndi eftir mömmu sinni og myndi koma til hennar/hans aftur og fara svo að berja hina drekana! (Og þú ert alveg búin að eyðileggja ímynd mína um ódrepandi dreka! Skamm, skamm!) En gangi þér virkilega vel að skrifa þessa tvo kafla...

Re: Auga Eilífðar-17.kafli: gott er að treysta en betra er að tortryggja... eða hvað?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ah! Nei! No! Non! Ikke! Ég verð góð! Ég skal láta þau giftast í næsta kafla! Bara ef þú heldur Luky Charms FRÁ MÉR! Ókídókí?

Re: Unlikely Alliance: Kafli 22 - Unlikely Alliance

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Nei. Og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Bessi ætlaði nefnilega að ráða yfir rolluher en hann veit ekki að það er ekki hægt að ráða yfir mörgum rollum í einu :D

Re: Unlikely Alliance: Kafli 22 - Unlikely Alliance

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Hahaha! Beware the Gulladragon! Reyndar ætlaði Bessi að láta rollur ráða heiminum… en það er náttúrulega miklu betra að hafa það dreka!

Re: Unlikely Alliance: Kafli 22 - Unlikely Alliance

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Iss. Mínir drekar eru ódrepandi :þ

Re: Unlikely Alliance: Kafli 22 - Unlikely Alliance

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Gwarp er Grápur á íslensku. Úff… bróðir minn er búinn að neyða mig til að lesa eitthvað um allskonar furðuverur í sambandi við einhvern tölvuleik (Neverwinter Nights) og þar eru meðal annars drekar. Og þar hafa þeir þykkan skráp. Mismikinn, en samt frekar þykkan. Æi, þetta er frekar ruglingslegt, það er sagt þarna hversu mikinn kraft eða eitthvað maður þarf til að drepa hvern dreka í þessum tölvuleik… mjög ruglingslegt. Pointið er samt að þarna hafa þeir þykkan skráp. Og ég sjálf hélt að...

Re: Severus Snape- Leyndarmálið- 5. kafli

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þetta er svoooo yndislegt! :D Vúhú! Og af hverju sendirðu ekki myndina með af honum Seva í bleika og fallega bolnum?

Re: Auga Eilífðar-17.kafli: gott er að treysta en betra er að tortryggja... eða hvað?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Neibb, ég var ekki í samráðum við Lyras. Ég vissi ekki einu sinni að hún ætlaði að nota Feneccu (án I) fyrr en ég las kaflann hennar. Ég lét Lyras fá smá sjokk og þóttist vera klikkuð yfir því að hún hefði notað hana án leyfis… en það var allt í plati. En hver veit hvort Sirius og Fenecca byrji aftur saman…

Re: Auga Eilífðar-17.kafli: gott er að treysta en betra er að tortryggja... eða hvað?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Híhíhí. *evil glott* Voru ekki allir orðnir svooo ánægðir með að Sirius og Fenecca væru saman? Híhíhí. Svo eyðilagði ég allt. Tíhí. Ég á örugglega eftir að eyðileggja meira fyrir ykkur. Híhí.

Re: Pöntun á 6.bókinni á netinu - tókst!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ekki hugmynd. Frá því að hún er send ætti ég að fá hana eftir í mesta lagi þrjá daga þar sem ég bý langt út á landi. Og ég veit ekki hvenær hún verður send, kannski mánudaginn eða þriðjudaginn eða einhverntíma… ég er ekki búin að fá svar ennþá.

Re: Pöntun á 6.bókinni á netinu - tókst!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já. Ég ætti líka að geta fengið hana senda heim til mín held ég, ég er ekki enn búin að fá svar við því hvort það sé hægt.

Re: Pöntun á 6.bókinni á netinu - tókst!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ensku, hún kemur ekki á íslensku fyrr en í nóvember svo það er örugglega ekki einu sinni hægt að panta hana ennþá.

Re: Enska eða Íslenska ?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ætlaðriðu ekki að svara þeim sem gerði korkinn en ekki mér?

Re: Lestarslysið :(

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það fyrsta sem ég hugsaði um var ekki Harry Potter, heldur Rowling. Hvað ef HÚN hefði farist? Ef hún hefði verið á einhverri af þessum lestarstöðvum til að fá kannski innblástur fyrir 7.bókina? :|

Re: Að vera dóttir töfradrykkjakennarans

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Frábær kafli hjá þér! Og ég elska myndina þína, “Come to the dark side, we have cookies” hehe.

Re: Að vera dóttir töfradrykkjakennarans

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Damn! Ég byrjaði að lesa fyrstu kaflana þína, svo bara gleymdi ég því og núna þarf ég að fletta í gegnum alla korkana til að finna alla kaflana sem ég hef misst af! Þetta verður fjör, hehe. Vonandi hef ég mikinn tíma næstu klukkutíma…

Re: Enska eða Íslenska ?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ef þú ert góð í ensku geturðu æft þig á enskum áhugaspunum. Þá kemstu að því hvað allt galdra-dótið er á ensku. Ég hef allavega verið að gera það á seinasta ári og er alveg farin að skilja allt. Mest allt :þ

Re: 6. bókin

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég er að leita á heimasíðu Pennans núna… ef ég finn ekki hvort það sé hægt að panta þá sendi ég þeim e-mail og spyr. Læt þig vita ;)

Re: Hver villtu að deyji í 6.bókinni?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Tja… breytir mig ekkert svakalega miklu. Ég hef lesið bannaða spuna áður… og flestir voru ekkert viðbjóðslegir og ég fékk ekki martröð eða neitt…

Re: 6. bókin

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Kannski er hægt að finna eitthvað á pennanum.is. Ég er að hugsa um að panta bókina ef mér tekst ekki að komast suður og í bæinn.

Re: Hver villtu að deyji í 6.bókinni?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Er það? Hei, ertu með linkinn? Mér finnst gaman að lesa spuna þar sem fólk sem var vont er svo í raun og veru gott. Ég held að ég hafi lesið one-shot frá sjónarhorni Tom Riddles um að faðir hans hefði verið galdramaður og væri að stjórna honum í að gera allt sem hann hefði gert…. það gaf manni algjörlega nýja sýn á Volda gamla ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok