Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: 7. bókin-vonbrigði

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Seinni tíma vandamál, engar áhyggjur. Maður hugsar ekki um það meðan maður les. Eins og með 5.bókina, meðan ég las hana var ég ekkert að pæla í því hvernig hún væri en svo eftir að ég var búin og fór að pæla í þessu fannst mér hún ekkert það frábær, en það var í lagi því ég tók ekki eftir því meðan ég las!

Re: Smá könnun

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Mér finnst the Luggage svo mikil dúlla. Ég vil svoleiðis ferðatösku! :( En guð minn góður… samtölin í þessum bókum, stundum mætti halda að höfundurinn væri á einhverjum lyfjum! Ég mundi það reyndar þegar ég var að lesa þetta kort að bróðir minn á “Amazing Maurice and his Educated Rodents” í bókaformi og hún er meira að segja uppi í hillu hjá mér. Hann reyndi reyndar að segja mér gegnum síma hvað hver bók væri um (eins og kortið sýnir) en ég náði því aldrei alveg, þótt ég skrifaði sumt af því...

Re: Kjánalegur klæðnaður.

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Tja, ég er að hugsa um að breyta út af venjunni og mæta sem muggi. Ætla samt að taka með rúnir og bjóðast til að spá fyrir fólki ;) Þ.e.a.s. ég verð Hermione Granger þegar hún fór til Frakklands og prufaði sléttujárn!

Re: Hverjir ætla að mæta?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég, Nexus, ca. 10 og já. Sem muggi!

Re: Hver þorir?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég komst ekki í að lesa 6.bókina fyrr en einhverjum tvem eða þrem dögum eftir að hún kom út en ég passaði bara að vera ekkert að fara inn á síður þar sem ég gæti séð eitthvað spoilera-legt. Ég bý í sveit svo það er enginn hér sem gæti eyðilagt eitthvað. Ég mun bara loka mig inni yfir helgi. Ég þarf að mæta í vinnu á mánudag og ætla mér að vera búin með bókina þá! Seinast, þá var ég að lesa bókina í tölvunni og þegar það var NÝBÚIÐ að drepa “hann”, þá þurfti ég að mæta í vinnuna! Matarhléið...

Re: Smá könnun

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
You read Discworld o_O ? Ég hef ennþá bara lesið eina bók (the Light Fantastic) en bróðir minn á allar bækurnar í tölvuformi og segir að ég eigi að lesa þær í vetur. En mér finnst svo sætt að hugsa um lítinn og dúllulegan úlfahvolp sem er kannski græn og rauðröndóttur með risastór, brún augu sem stara upp til manns……………. *sigh* …………. Ahem! Allavega, burtséð frá dagdraumum! Hann gæti auðvitað hafa misst galdrahæfileikana því allur galdramátturinn fór í að gera honum kleift að umbreytast að...

Re: Bannað að kalla mig HarryPotter í rúminu

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þetta er reyndar einstaklega perraleg mynd af honum. Oftast er hann ágætlega útlítandi en nokkuð fölur. Mér finnst það bara fara honum vel.

Re: HVAR? ætla allir að mæta?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég fer í Nexus ;) Kannski verða bara Hugarar í Nexus, þannig að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur. Ég held að hinir fari í Mál og menningu eða e-ð. Samt alvarlega að pæla í því að taka með A4 stílabók, rífa blað úr, skrifa nafnið mitt á og festa aftan á mig… eða vera með stórt prik og hafa skilti á því, ég er svo lítil að ég gæti týnst…

Re: Smá könnun

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Aaaw, sérðu þetta ekki fyrir þér? Einn með grænar strípur, annar sem er alltaf að lengja á sér veiðihárin… æ, hvað þetta væri sætt. Kannski hefðu þau hæfileikann til að umbreytast úr manni í úlf og öfugt. Þetta er ágætis kveikja að undarlegum áhugaspuna….

Re: HVAR? ætla allir að mæta?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég fer í Nexus ;) Kannski verða bara Hugarar í Nexus, þannig að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur. Ég held að hinir fari í Mál og menningu eða e-ð. Samt alvarlega að pæla í því að taka með A4 stílabók, rífa blað úr, skrifa nafnið mitt á og festa aftan á mig… eða vera með stórt prik og hafa skilti á því, ég er svo lítil að ég gæti týnst…

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Oh. Þú hefðir getað hitt mig ef þú hefðir farið rétta leið!

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nú? Hví þá?

Re: Bara leiðinlegt :/

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Æi, greyið mitt. Ég skil alveg hvað þú átt við :'( En við skulum öll hugsa fallega til þín og vona að þú skemmtir þér alveg æðislega út á Kanarí! Þú getur legið og sleikt sólina allan daginn og bara sleppt því að hugsa um bókina. Svo verður örugglega ömurlegt veður þegar bókin kemur út þannig að allir liggja upp í rúmi með kvef og lesa bókina meðan þú kemur heim í sólskinsskapi og getur lesið hana án þess að hnerra einu sinni á hverri opnu ;)

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nú jæja. En ég á ættingja á Patreksfirði sem hafa boðið mér fría gistingu og morgunverð! (Það stóð í fermingarkortinu mínu). Hm. Hei! Hvaða leið fóruð þið þegar þið fóruð frá Vestfjörðum?

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nei? Og ertu enn uppalin hér eða flutt burtu? Vel á minnst, hvar áttu annars heima á vestfjörðum? Ef það er á Ísafirði eða eitthvað langt í burtu þá gagnast það mér ekkert að vita það…

Re: IngaAusa í kastljósinu

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hehe, ég sagði þegar þetta var tilkynnt sem HP fan nr. 1 að ef þetta væri einhver sem væri EKKI frá Huga, þá væri þetta ekki aðdáandi nr. 1! Ég held að HP áhugamál Huga sé stærsta (og eina) íslenska áhugamálið, þannig að allir íslenskir HP-nördar hljóta koma hingað á endanum. En hefur einhver heyrt frá InguAusu hérna nýlega?

Re: Hugmynd sem þið verðið að framkvæma!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hehe, ég efast um að ég mæti í búning (nema sem Hermione með slétt hár) en ég skal alveg taka fullt af myndum! Kannski ætti maður að gera skilti… “Ég er gulla369griz af Huga” Svona svo maður þekkist. Líma þetta á bakið sitt eða ennið! Hehe. En engar áhyggjur, okkur verður harðbannað að skrifa einn einasta hlut hérna sem er spoiler fyrir aðra. Ég lifði allavega af þegar 6.bókin kom út, fékk hana einhverjum tvem eða þrem dögum eftir að hún kom út en hafði samt farið á Huga í millitíðinni án...

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nauh, hvað varstu að gera hér á útjaðri alheims?

Re: Hlutir sem gætu hafa farið framhjá þér

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Var það ekki of horuðum eða mjóum? Kannski vita sprotarnir fyrir fram hversu stórir eigendurnir verða :p

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Sure thing. Gengur ekki annars strætó úr bænum og hingað á vestfirðina?

Re: Röðin í Nexus - það er málið

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þú heldur að bróðir minn þoli TVO nörda í einu í bílnum sínum? Ef ég næ að klára þessa bók er aldrei að vita. (The Gunslinger eftir Stephen King).

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Haha! Hvað er þetta, ég get sofið á eldhúsgólfinu. Alltaf á bekkjarkvöldum bauðst ég til að sofa á óþægilegasta staðnum, t.d. upp við hurðina með mjög lítið pláss. Alltaf gaman þegar einhver þurfti að fara á klósettið…..

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þakka þér.

Re: Röðin í Nexus - það er málið

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þarf að finna út hversu samvinnuþýður bróðir minn verður. Mér er búið að takast að fá hann nokkurn veginn til að samþykkja að skutla mér í bæinn, en ég verð ekki komin fyrr en um 10. There's no harm in trying, en ég veit ekki hversu marga Harry Potter nörda hann þolir í einu.

Re: Gullu vantar far og stað til að gista á

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jú, ég veit það. En fyrst þyrfti ég að komast í hann. En gengur hann á milli um miðja nótt? o_O
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok