Þetta er nú lame. Ástæðan fyrir því að maður kaupir region 1 myndir eru einfaldlega út af því að þær eru oftast miklu betri, óklipptar og meira drasl. Maður vill ekki Strippaðar myndir með filter frá Bretlandi.
Fyrir utan það að tímataflan hefur verið meira en stútfull hjá mér seinustu daga þá er erfitt fyrir mann að fara að spila UT þegar maður er með 170-190 í ping og það tekur mann 15 mín að tengjast netinu og svo er Win ME alltaf að frjósa og hrynja. Vona bara að tölvan lifi af helgina.
ætli það muni ekki koma út eitthvað beta test og svo battle.net test eins og með Diablo II ( sem ég fékk að taka þátt í). Demoið kemur eflaust ekki og ef það kemur þá mun það ekki koma fyrr en eftir að leikurinn kemur út eins og með StarCraft.
Mér finnst nú bara furðulegt yfir höfuð að það sé verið að gefa fólki stig fyrir að setja á korkinn.Engin ástæða til að eyða tíma í grein ef maður fær svona stig auðveldlega.
Mér fannst hún ágæt allt að endanum (var ekkert hrikaleg) en eins og þú segir þá var hún mjög keimlík End of Days. Myndatakan fannst mér samt standa upp úr þar sem hún var oft mjög falleg. Það sem mér fannst verst við þessa mynd er að endirinn var svo ómerkilegur og stuttur. Það var ekkert “grand revelation” eins og Sixth sense. Þessi mynd sem var svona meðal mynd varð allt í einu alveg kylliflöt. Gef henni 1 varúðarstjörnu
Ein besta cölt mynd ever. Dolph Lundgren hækkaði í áliti hjá mér eftir þessa mynd. Hef séð hana ótal sinnum :) átti meira að segja stórt He-Man Plakat þar sem Dolph Lundgren blasti við manni :) átti líka næstum alla he-man kallana og She-Ra. Spurning hvort að He-Man 2 fari ekki í bígerð núna :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..