Já, ég er umdeildur, já, ég væri glaður til í að verða stjórnandi og já, ég veit að þú ert dáldið í því að vera bakvið tjöldin og fara yfir korka (sem er gott). Það er ekki alger þörf á nýjum stjórnanda. Þó er ég að bjóða mig fram, en upp á síðkastið hefur ákveðinn aðili, verið að drulla yfir allt og alla. T.d á þessum korki hér. Þú hefur leyfi til að banna hann samkvæmt 6. reglu (þú veist örugglega hvern ég er að tala um) án efa hefur hann fengið viðvörun, svo bann væri frábært!