Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gabbler
Gabbler Notandi frá fornöld 514 stig
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”

Re: Úreltar hugmyndir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæll popcorn Ég held að það þurfi ekki að óttast að fólk byrji að trúa (tilbiðja, dýrka) vísindin. Það verður að minsta kosti ekki neinn fjöldi sem tæki uppá því. Þegar fólk trúir á eithvað, tildæmis guð, þá virðist það missa skynsemina fyrir borð. Hlutir þurfa þá ekki lengur að vera “sannaðir” heldur bara eru þeir svona. Vísindin sjálf ganga einmitt útá hið gagnstæða. Endalaust er hægt að kollvarpa gömlum hugmyndum ef fram koma nýjar “sannanir”. Strax og fólk fer að hætta að hlusta á rök og...

Re: Galdur

í Dulspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæll ICEFROG Þetta skrifaði ég í fyrsta bréfi sem svar við þinni grein. Bara að athuga hvort fólki finnst eithvað að minni rökræðu. “Galdrar…. Hmmmm. Ef þetta er svona einfalt Icefrog hvernig væri þá að sanna þetta fyrir okkur á einfaldann hátt. Láttu þann sem les upp veðurfréttirnar á ríkissjónvarpinu verða voðalega heitt eitt kvöldið í vikunni (tildæmis miðvikudag). Við öll þessi vantrúuðu getum horft á hann (eða hana) kófsveittann og eldrauðann í sjónvarpinu og hætt að efast um að galdrar...

Re: Galdur

í Dulspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæl Katta. Örugglega eithvað að Cabs Lock takkanum hjá þér. Má ekki fólk fara inná dulspeki og rökræða dulspeki nema það trúi á það? Ef þetta er allt satt þá ætti einmitt eðlilegar umræður að gera þetta allt sterkara því þannig kemur sannleikurinn best fram. Hver er til að meta hvernær maður er búinn að fræðast nóg til að vera gjaldgengur í umræðuna hér á huga.is. Hvað veist þú um nema að ég sé útlærður í göldrum og fræðum en trúi þessu samt ekki? Kveðja Gabbler hinn trúlausi.

Re: Úreltar hugmyndir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll Ramax. Eins og við ræddum svolítið hér við greinina “Eðli guðs” þá er þetta allt spurning um skilgreiningu á orðum. Það að “trúa á” er ekki það sama og að “trúa á”. Þegar einhver segist trúa á ákveðinn guð er hann að meina að hann tilbiðji hann eða dýrki hann (geri ég ráð fyrir allavega). Það kann að vera að öllum sé hollt að kollvarpa hugmundum öðru hvoru. En ég hef aldrei kollvarpað neinni hugmynd hjá mér (kannski á ég það eftir?). Smá leiðrétting fyrst þú giskaðir svona rangt á þetta...

Re: Rökleysa og Bull

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll Tetriz. Mér þykir nú gaman að fá svör við þeim greinum sem ég skrifa á Huga.is. En leiðinlegt þykir mér þegar fólk svarar greinum mínum á þann hátt sem þú gerir. Þú tekur það sem ég segi, ýkir það um helming og býrð svo til einhverja mynd af ófremdarástandi. Uppfullt þjóðminjasafn af bókum sem innihalda lygi?? Það hlýtur hver einasti hugsandi maður að sjá það að ekki þurfa öll eintökin af biblíunni eða öðrum trúarritum að vera inná þjóðminjasafninu. Ekki satt? Einnig ferðu að tala um að...

Re: Úreltar hugmyndir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“It was, of course, a lie what you read about my religious convictions, a lie which is being systematically repeated. I do not believe in a personal God and I have never denied this but have expressed it clearly. If something is in me which can be called religious then it is the unbounded admiration for the structure of the world so far as our science can reveal it.” [Albert Einstein, 1954, from "Albert Einstein: The Human Side", edited by Helen Dukas and Banesh Hoffman, Princeton University...

Re: Galdur

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Kæri Icefrog. Kannski fyrir þér er öll sjálfsblekking horfin. En fyrir nærri því öllu mannkyninu er þetta sem þú kallar galdrar bara kukl og hjátrú. Endurtekningarnákvæmni virðist vera mjög slöpp í þessum göldrum. Því engum hefur nokkurntíman tekist að framkvæma galdur tvisvar undir eftirliti. Alveg sama hvort er um að ræða miðla eða einhverskonar galdramenn. Yfirleitt snúast galdrar um sjónhverfingar á einhvern hátt. Ég hvet þá sem hafa áhuga á göldum eða einhverskonar dulspeki að koma með...

Re: Galdur

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég var ekki að tala um að þetta væri auðvelt heldur bara að sýna okkur að þetta væri hægt. “Galdur er ekki til að leika sér að” Nei er hann kannski til að ná sér niður á starfsfélögum? Mjög göfugt. “OKKUR ER ALLVEG SAMA HVORT ÞIÐ TRÚIÐ OKKUR EÐA EKKI!!!” Ykkur hverjum er alveg sama? Ertu að tala fyrir einhvern hóp? Ég get alveg sagt þér eins og er að mér er alveg sama þó þér sé alveg sama. En málið er að ég vil helst ekki að það sé verið að gabba saklaust fólk með bulli og vitleysu. Það er...

Re: Þú veist að þú ert íslendingur þegar að:

í Húmor fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Eiginlega það fyndnasta sem ég hef lesið hér í brandaraáhugamálinu. Helvíti gott. Kveðja Gabbler.

Re: Galdur

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Galdrar…. Hmmmm. Ef þetta er svona einfalt Icefrog hvernig væri þá að sanna þetta fyrir okkur á einfaldann hátt. Láttu þann sem les upp veðurfréttirnar á ríkissjónvarpinu verða voðalega heitt eitt kvöldið í vikunni (tildæmis miðvikudag). Við öll þessi vantrúuðu getum horft á hann (eða hana) kófsveittann og eldrauðann í sjónvarpinu og hætt að efast um að galdrar og kukl sé til. Málið er bara óskup einfaldlega það að aldrei nokkurntíman hefur tekist að sanna þetta með óyggjandi hætti....

Re: Siglingar??!!

í Hugi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
8m langur kjölbátur. Hef siglt á Ísafjörð og um allan breiðafjörð. Algjör snilld :) Kveðja Gabbler.

Re: Siglingar??!!

í Hugi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já ég væri mikið til í að fá siglingar hér inn. Hef siglt skútu í nokkur ár og fíla það í botn. Væri frábært að hafa siglingaáhugamál hér. En ég er nú viss um að það yrði ekki vinsælasta áhugamálið en samt gaman. Kveðja Gabbler.

Re: Öxulv. Ömurl. Egyptaland

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
??? Meina hvaða hamash djöful ??? Ég er að tala um dauða 15 óbreyttra borgara og þar á meðal 8 barna!!! Ótrúlegur fjandi af þér að tala um einn “Hamash djöful” og minnast ekki einu orði á 8 börn. Ísraelsmenn hafa ekki beðið afsökunar á þessari sprengjuárás á óbreytta borgara í Palestínu! Læt fylgja hér með smá frétt frá Visir.is “Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa fordæmt loftárás Ísraelshers á íbúðarhverfi í Gazaborg í gærkvöld þar sem 15 óbreyttir...

Re: Öxulv. Ömurl. Egyptaland

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ísraelar eru flottir!!! Fyrsta skiptið í mörg ár sem útlit er fyrir frið og þá senda Ísraelar á staðinn F16 orustuþotur til að redda málunum!!! NIÐUR MEÐ ÍSRAEL DJÖFLA!!!!!!!!!!!!!! Skilum landinu aftur til Palestínu, með valdi ef það þarf!

Re: Keðjusaga

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
…. að dylja stinn brjóstin undir gegnsærri blússuni. Skyndilega stökk…..

Re: Eðli Guðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Apache. Já þú hefur þína trú og ég mitt trúleysi. Konur kristinna manna eru ekki verr staddar því kristnir fara ekki eftir biblíunni. Getur þú ímyndað þér hvernig ástandið væri ef allir færu eftir biblíunni bókstaf fyrir bókstaf? Til allra lukku er fólk yfirhöfuð mjög skynsamt. Ást er í raun ekkert nema efnaskipti og rafboð í heila. Hana er hægt að mæla og flest allir geta orðið fyrir henni. Einnig er auðvelt að sýna fram á að ást sé nauðsynleg fyrir mannkynið og styður þar með...

Re: Eðli Guðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll Apache. Leiðinlegt hvað í raun rosalega fáir öðlast þessa reynslu. Því hún virðist í raun vera bundin við kristna sértrúarhópa og ýmsa aðra öfgahópa. Ég læt það þá vera, enn um sinn allavega, að vera að lesa biblíuna…. Hinkra rólegur eftir heilögum anda :) Þetta eru ágætar útskýringar hjá þér. En duga samt ekki til. Ég stend enn við yfirlýsingu mína um tilvist guðs eins og stendur í greininni “fyrir mér er guð til, en einungis í huga þeirra sem trúa á hann.”. Það passar í raun alveg við...

Re: Eðli Guðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll Apache (Kristinn indíáni?) Ég er kannski ekki sá fyrsti eða síðasti sem spáir endalokum trúarbragða (athugaðu að ég er ekki eingöngu að tala um kristni). En sú staðreynd að fáir muni eftir Maó eða öðrum spámönnum breytir ekki neinu fyrir mér. Fyrir mér er fólk frekar auðtrúa og vill að eithvað betra taki við þegar það er dautt. Þessvegna leitar fólk uppi þau trúarbrögð sem bjóða bestu kjörin. Skiptir ekki máli hve blekkingin er mikil eða hversu trúarbrögðin eru vitlaus það er bara “hvað...

Re: Eðli guðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll Thossinn. Ekki vitlaus hugmynd. En hljómar ekki eins og “guðleysingi” sé bara guðlaus í augnablikinu en hann trúir samt á spíritisma og æðri máttarvöld. Kannski er hægt að segja það sama um trúleysingjann, að hann trúi ekki á neitt en aðhillist samt kenningum um spíritisma. Það vantar íslenskt orð sem segir það sama og atheist segir á enskri tungu. Kannski er hægt að breita bara atheist yfir á íslensku með því að segja aþisti. Veit ekki hvernig það gengur upp en hvað er til ráða :)...

Re: Eðli Guðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll GunniS Veit að þetta svar þitt er ekki beint til mín en mig langaði aðeins að blanda mér í umræðuna. Þú alhæfir að orð guðs sé fullkomið. Gætum við fengið rök fyrir því að það sé algjörlega óskeikult? Var orð guðs óskeikult þegar hann sagði : Ef þú Adam borðar epli af trénu þá deyrðu í dag!! (Adam varð 930+ ára gamall) (var guð að ljúga?) Jesú spáir að sumir af þeim sem hlusta á hann munu lifa til að sjá hann stofna konungsríki guðs. (lúkas 9:27) Jesú segir að Móse haf skrifað um sig....

Eðli guðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll Mal3. Orðið trúleysingi er ekki fallegt og þjált orð því miður. En sennilega er það eina orðið sem lýsir nákvæmlega því sem það þarf að lýsa. Vandamálið er held ég að það vantar betri skilgreiningu á orðinu “trú” Betra orð væri kannski “trúarbragðalaus” eða “heiðingi” jafnvel. (heiður=skýr, mengunarlaus) Stundum þegar ég er spurður af fólki hvort ég sé í raun og veru trúlaus þá kemur oft upp svona orðaskipti. Gabbler - Ég er alveg trúlaus. Kona - En þú hlýtur að trúa á eithvað. Gabbler...

Re: Hvað er tíminn gamall?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Fyrst þá verðum við að skilgreina tíma. Hvað er tími? Einföld skýring er að tími sé hreifing. Því í raun er ekki hægt að mæla tíma nema mæla hreifingu. Þá getum við sagt sem svo. Tími er jafn gamall hreyfingu. Og hvað er hreyfing gömul…. tja… Hreyfing er nákvæmlega 34….. (sorry gat ekki klára setninguna því ég rak mig í power takkann á tölvunni).

Re: Sálfarir 2

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll Raw Spirit. Nú er ég farinn að skilja þetta rétt. Þetta gerist 1-? oft á nóttu. Maður er meðvitundarlaus. Maður er í 5. víddinni. 5. víddin er vídd sem er samhliða okkar vídd. Þá langar mig nú til að varpa nokkrum spurningum til baka. 1. Hvernig vitið þið hvað gerist ef þið eruð meðvitundarlaus? 2. Hvernig getið þið útilokað að þetta sé bara hluti af venjulegum draumi? 3. Hvað er 5. víddin? 4. Hvernig getur 5. víddin verið samhliða okkar vídd. Kveðja Gabbler. p.s. 5. spurningin…. hvað...

Re: Sálfarir 2

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæl AldaK Jú þetta ætti að vera hægt að sanna á þennan hátt. Fólkið sem segist geta gert þetta segist geta farið á milli herbergja, landshluta, heimshluta og jafnvel á aðrar plánetur. Að sjálfsögðu gæti það ekki sagt frá því að þetta gerðist nema að það myndi eftir því hvað gerðist á þessum ferðalögum. Málið er því einfalt. Segðu okkur eithvað sem þú gætir ekki hafa vitað undir eftirliti vísindamanna og við trúum þér. Punktur og basta. En hingað til hefur ENGUM tekist að gera það. Ekki einum...

Re: Sálfarir 2

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta hefur oft verið rannsakað og alltaf hefur sannast að þetta er ekki til!!! Þetta gerist allt í kollinum á þeim sem upplifir þetta. Ef þetta gerist 1 sinni á nóttu ætti að vera mjög mjög auðvelt að sanna þetta. Tildæmis með því að hafa tilraunadýrið sofandi í tilraunastofu með lokað herbergi við hliðiná. Á borði í herberginu er eitt spil. Spaðafimma. Þegar tilraunadýrið vaknar ætti það að geta sagt hvaða spil er á borðinu. Ef tilraunadýrinu tekst að gista á rétt spil í hverri tilraun...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok