Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Askur er skáldlegur hugarheimur

í Spunaspil fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Og Mal3 heldur áfram að bera út fagnaðarerindi GURPS. Steve Jackson að eilífu amen

Re: Spoilerar

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Coby, eins og þú hefur kannski tekið eftir hef ég stundum neitað að heyra um næsta þátt af Trekkinu. Ég vill hafa þetta val á huga líka. Mig langar ekki að þurfa að sjá Synopsis “in my face” um leið og ég kem inn á áhugamálið. Hversu erfitt er að skrifa það sem grein? Bara að biðja um smá tillitsemi við okkur sem viljum ekki alltaf vita allt fyrirfram. Kveðja Froztwolf

Re: Hvers eigum við að gjalda?

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ok, ég hef ekkert á móti því að sína einhverja minniháttar íþróttaviðburði á Sunnudögum, þegar smáprósenta þjóðarinnar hefur ekkert betra að gera en að horfa á þá. En þegar Þeir dragast fram úr öllu valdi, eins og gerist næstum undantekningalaust með þessi frjálsíþróttamót og aðra íþróttaviðburði, þá á að cutta á þá og sína restina eftir almenna dagskrá. Eða þá í það minnsta að sýna Star Trek eftir almenna dagskrá. Ég hvet alla til að senda mótmælabréf.

Re: Fyrri helmingur seríu 7 að koma á vídeóleigur

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Dööhh, þá getur fólk eins og ég, sem gef mér ekki tíma til að sitja heima og horfa á sjónvarp á laugardagskvöldi, séð þessa þætti. Reyndar er ég búinn að taka fyrstu spóluna. Ég komst að því að þær eru komnar á vídeóleiguna mína. :Þ

Re: dance, dance, dance

í Djammið fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Nei, þetta er rétt. Maður þarf að geta tekið sitt pláss á gólfinu ef maður ætlar að fríka vel út. Annars er ég ekki viss um að þetta vandamál leysist með því að stækka dansgólfin. Stærsta dansgólf sem ég hef komið á var á KU á Benidorm. Það er risastórt, samt var alltaf eins og í sardínudós þarna.

Re: Ráðherra og Alþingi svíkur landsmenn!

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það getur meira en verið að það sé lásí að stela hugbúnaði. Það er engin spurning að tónlistarmenn eru að tapa einhverjum peningum á því. (Þó sú fjárhæð sé alltaf blásin upp) Og mér finnst alveg skiljanlegt að láta þetta ekki viðgangast, en mér finnst ekki siðlegt (Og kannski ekki löglegt) að rukka alla fyrir það sem sumir gera. En hugsið um annað. Þeir sem eru að skrifa tónlist og eru kannski með einhvern móral yfir því, þeir geta skrifað allt sem þeir vilja eftir þennann skatt því þeir eru...

Re: Munu Friends hætta ?

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jæja, ef Friends hætta, ráðlegg ég öllum að gera eins og ég ætla að gera og fara þá bara að einbeita sér meira að Star Trek. Friends eru frábærir, en þeir bera þess alveg merki hvað er búið að gera marga þætti. Ég stórefast um að þeir gera fleiri en 8 seríur.

Re: Grímur

í Dulspeki fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég verð að viðurkenna að ég get nú varla sagt að þú sért skrítin. Ok, að vera hrædd við grímur er kannski ekki algengt, en það er ekkert óeðlilegt. grímur hafa löngum verið tengdar við alls konar yfirnáttúrlega hluti. Og það að vera ekki myrkfælin eða með innilokunarkennd held ég að sé ekkert til að skammast sín fyrir. Allavegna hef ég hvorugt og er bara mjög ánægður með það.

Re: Geimaferða-tækni

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hérna er linkur með mögulegri framtíðartækni í geimferðir. Þar á meðal Warp Drive. http://www.lerc.nasa.gov/WWW/PAO/html/warp/ideachev.htm#alcu

Re: NeoPostModernism

í Dulspeki fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Mér finnst Neopostmodernismi ein mest hrífandi heimsmynd sem ég hef komist í kynni við. Ég hef áður kynnt mér heimildir um svipaðar stefnur (þó ekki undir sama nafni)og mér finnst þetta frábær heimsmynd. Gefum okkur nú það að það sé enginn æðri tilgangur fyrir tilveru mannkyns eða nokkurs annars. Menn hafa samt sem áður þörf fyrir tilgang. Henni mun alltaf vera fullnægt með einhverju. Ef þú færð engan fastann tilgang hlýturðu að geta valið þér tilgang í lífinu. Hvaða önnur heimsmynd bíður...

Re: 5x15 Dark Frontier, Part I

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég er reyndar sammála því að það sé búið að gera borgana af fullmiklum aumingjum. Maður er farinn að velta því fyrir sér hvernig svona race tókst að assimileita alla þá sem þeir hafa gert ef humans eru komnir með frábærar tactics á móti þeim 11 árum eftir að þeir komust að því að þeir væru til. Auðvitað á þetta að sýna hvað humans eru superior race og allt þannig, en er þetta ekki að gerast full hratt? Fyrir aðeins nokkrum seríum var það dauðadómur að rekast á Borg cube. Nú eru þeir bara...

Re: Góður þáttur framundan?

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ef þú ert að tala um Dark Frontier, sem mig minnir að eigi að verða sýndur á morgun. Þá langar mig að leiðrétta þig. Hann er ekki góður, hann er geðveikur að sögn. Ég hef ekki séð hann en miðað við það að Voyager crewið á víst að raida borg vessel, þá líst mér bara helvíti vel á hann. Verið spennt.

Re: Geimaferða-tækni

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Að nota kjarnakljúfa eða jónadrif til að ferðast milli sólkerfa er eins og að reyna að nota batteríið úr úrinu þínu til að koma olíuflutningaskipi yfir Atlantshafið. Þess vegna nota flestir anti-matte

Re: Gælunöfn vinanna

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ekki gleyma nafninu sem Ross fann á Chandler eftir að Monica skar óvart framan af tánni af honum. Sir Limpsalot

Re: Skilaboðataflan dularfulla

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Með bjórinn þá minnir mig að ég hafi einu sinni rekið augun í Budweiser eða Carlsberg merki hjá Joey og Chandler. Það var frekar óljóst en ég held að þeir drekki englahland (Amerískan Bud). Sorglegt er það ekki?

Re: Skipta fötin máli?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Auðvitað skiptir máli hverju fólk klæðist. Mér finnst klæðaburður alltaf vera svolítið “statement”. Þeir sem elta tískuna í ystu æsar eru oftast sama fólk og er að deyja úr áhyggjum yfir því hvað fólki finnst um það. Þeir sem ganga í því sem var ódýrast í kolaportinu eru aftur í móti þeir sem er skítsama hvað fólki finnst um það og eru ekkert að fela það. Persónulega finnast mér báðar öfgarnar jafnslæmar. Ég hugsa um fötin sem ég geng í af því að mér er ekki sama hvað fólki finnst. Aftur á...

Re: Ekki minna en 100 mín

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Mér finnst allt í lagi að hafa myndir langar sem þurfa á því að halda til að skila sér almennilega. Ég var t.d. að horfa á Conspiracy Theory og hún hefði ekki mögulega getað skilalð sér sem 90mín mynd. Eða Netforce. Ástæðan fyrir því að fólk setur löng = góð mynd er líklega sú að þær myndir sem þurfa að vera langar eru oft með langa sögu á bak við sig og þannig myndir eru yfirleitt betri en þær meðð minni sögu.

Re: 25 hættulegustu myndirnar!!!!

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Mig langar að bæta við síðustu mynd Stanley Kubrick, Eyes Wide Shut. Hún slapp nokkurn veginn alveg framhjá Hollywood fegurðarsíunni.

Re: M:I-3, Alien 5, Star Wars Episode 3, Terminator 4

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Arg, Jean Reno, hvernig getur hann gert mér þetta? Godzilla 2 af öllum myndum! Og síðan hvenær á Crish Tucker að fá meira borgað en Jackie Chan? Jackie Chan er aðal snillingurinn. Já, þessi grein á sína sorglegu parta, en svo heyrir maður um hluti eins og Matrix 2 og 3 og það yljar manni um hjartaræturnar. T 3 gæti verið góð líka.

Re: ?

í Spunaspil fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það er svo sem ekkert erfitt að stjórna í Cyber. En eftir smá tíma er að verða frekar erfitt að gera einhvað nýtt þar. Ástæðan gæti reyndar líka verið hvað ég var með lélega playera. Samt, ég fíla Cyberpunk mjög vel.

Re: Að skapa heim/bakgrunn

í Spunaspil fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Terry Pratchett virðist semsagt hugsa um grunninn first og byggja svo á honum til að sjá hvað hann fær út, ekki satt? Þetta er aðferð sem ég er ekki sáttur við að nota. Ég held að til að fá það sem þú vilt út úr heiminum, en samt halda honum eðlilegum, sé best að byrja á toppnum. Best sé að byrja á að setjast niður og hugsa “OK, hvað eigum við að hafa þarna” og vinna seinna í að útskýra af hverju, flétta hlutina saman og eyða út mótsögnum. Síðan er hægt að vinna sig upp aftur til að bæta inn...

Re: Battlefield Earth

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég skil ekki hvað fólk er að væla yfir þessari mynd. Bara af því hún er ekki tölvuteiknuð að helmingi til, Ekki skrifuð að Arthur C. Clarke og ekki leikstýrð af Quentin Tarantino, þá er finnst fólki hún ömurleg. Ég hafði mjög gaman af þessari mynd og þá ekki við að hlæja yfir göllum. Ef þið viljið sjá virkilega ömurlega mynd skuluði leigja “Solo” með Mario Van Peebles eða Armageddon, já eða jafnvel “Naked space” með Lesley Nielsen. Það eru eflaust þrjár verstu myndir sem ég hef séð. Ég mæli...

Re: Props

í Spunaspil fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Viðurkenndu það bara Vargur. Þú hefur aldrei prófað Props. Eða prófað það og það hefur floppað hryllilega. Það er ekki hægt að draga línu þar sem bóka-RPG endar og LARP byrjar. Þetta er nánast hið sama og til mörg stig á milli þeirra.

Re: Skopparar

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Hver laug því að þér? Ekki segja mér að þú trúir því.

Re: Re: Re: Re: Re: Hjalp!!! Hvad erud thid ad tala um?

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA Fat chance
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok