Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nákvæmlega!

Re: Vinsæl hundanöfn

í Hundar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
ég þekki nú bara páfagauk sem heitir snati… eini snatinn sem ég veit um!

Re: Ég játa.

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
“Hey you know, I've had it with you guys and your ‘cancer’ and your ‘emphysema’ and your ‘heart disease’ …. the bottom line is, smoking is cool and you know it!” :-D

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Held þú ættir að droppa þessum gleraugnaumræðum og fara að huxa um eitthvað sem máli skiptir… Nógu langt gengið samt!

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hvað voðalega fara þessi gleraugu fyrir brjóstið á þér! Ég held að það væri ráðlegast að þú kynnir þér þennan sjúkdóm hans Helga og þá færðu ábyggilega svör við þessari pælingu þinni… Ég vissi ekki að fólk með gleraugu hefði svona mikið náðunarvald… Ætti kannsk i að fara að notfæra mér þetta 8 )

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Helgi Hjörvar er nú nánast staurblindur hvort sem hann er með gleraugu eða ekki meðaumkun borgarbúa breytir því lítið… …hinsvegar er ég þér sammála með líf í borgina fyrir unglinga, það liggur við að það verði fyrr opnuð skjalafalsstofa svo litlu börnin geti látið falsa skilríkin sín og komist inná skemmstaði en eitthvað verði gert fyrir þau!

Re: Við Reykjavíkurtjörn.....

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Er perlan svona mikið issjú? Það verður frábært ef einhver vill kaupa hana og gera eitthvað sniðugt við allt þetta tóma “rými”. Það er ekki eins og hún verði flutt í burtu eða falin. Hún verður þarna ennþá og að öllum líkindum verður ókeypis að horfa á hana áfram. Hún hefur hvorteðer aldrei þjónað neinum tilgangi, nema þá helst sem salur undir 50. ára afmæli Davíðs Oddssonar. Ég held að perlan sé ekki á topp 20 yfir helstu mál borgarstjórnarkosninganna í ár… Fyrir mér er hún ekki einu sinni “mál”.

Re: Tónlistarstefnur

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Tölvur eiga eftir að koma enn sterkari inn spái ég… ENDALAUSIR möguleikar. Er einmitt að hlusta á disk þessa stundina þar sem “venjuleg hljóðfæri”, þ.e. trompet, sax, fiðla, selló, slagverk spila með tölvum. Magnað. Við förum nú ekki að búa til neina tónlistarstefnu “hittumst heima hjá þér klukkan þrjú á morgun” (þó svo Jelly Roll Morton hafi haldið því fram að hann hafi fundið upp jazz sunnudaginn 2. mars 1902 þegar hann var að ganga um í garðinum heima hjá sér) - en við munum án efa vera...

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Laufa þú veður tóman skít! Eru virkilega einu “rök” þín sú að Helgi Hjörvar sé blindur? Finnst þetta alveg glatað… Komdu nú með almennileg rök kona, ef þú vilt að við trúum því að R-listinn sé rusl og Bjössi sé sætastur.

Re: Tónfræði

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Einsog skáldið sagði: “Maður verður að kunna reglurnar til að geta brotið þær…”

Re: Tónlistarstefnur

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sorrí Tjeko en ég held að það virki ekki þannig… Þetta er meira eitthvað sem gerist bara óvart en eitthvað sem maður ákveður að gerist. En það sem “nýju” stefnurnar eiga sameiginlegt er að það er eitthvað “nýtt” komið í tónlistina… Þegar “jöfn stilling” kom til sögunnar (einsog píanó er stillt) urðu allir svo glaðir að píanóverkin fóru að vaxa á trjánum, jazz varð til þegar tónlist þræla frá Afríku og klassísk tónlist frá Evrópu mættust á nýjum stað, þ.e. í Bandaríkjunum, fusion varð til...

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
hmm… *ræskj*… einhver rök…haaa? eitthvað að segja annað en frekar loðin og ósmekkleg komment um augnsjúkdómin sem er að eyðieggja sjónina í Helga H. Eigum við ekki að halda því utan við þetta, sama hvar hann er staddur í hinu pólitíska litrófi? Mér finnst sú umræða ekki geta flokkast undir neitt málefnalegt.. Eða hvað finnst þér? Á jafn lágu plani og pælingin um Ingibjörgu Sólrúnu sem fær það ekki og Björn Bjarnason sem nær honum ekki upp… Vantar rök kannski? spurning

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
ég er sammála því! fátt jafn ófagmannlegt og að lesa viðtal við Gísla Martein þar sem hann var að lýsa yfir ást sinni á stefnu sjálfstæðisflokksins á meðan sami maður brosir á skjánum 5 daga vikunnar og tekur fyrir þau pólitísku málefni sem á þjóðinni brenna… Fólk sem ekki er þverpólitískt en ætlar samt að halda úti einu stykki af stjórnmálaumræðuþætti á að halda sínum skoðunum fyrir sig, sérstaklega þegar um RÚV er að ræða. Eða það finnst mér a.m.k. sjálfsagt.

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Já þetta er algjört djók! :) Bjössi búinn að láta teppaleggja fyrir sig framboð þegar hann loksins ákvað að vera memm og mæta á rauða dregilinn! Og þar áður voru sjálfstæðismenn búnir að eyða hverju viðtalinu á fætur öðru í að reyna að sannfæra landann um að leiðtogaprófkjör sé lang lýðræðislegasta leiðin í svona málum og sjálfstæðismenn eigi endalaust af frábærum leiðtogaefnum… Eða ekki! Fegin er ég samt sem áður að þurfa ekki að hlusta meir á Eyþór eða hvað þá Ingu Jónu! Ég var á mörkum...

Re: Tónfræði

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hmm… Ég lærði fyrst tónfræði og fór þá í jazz og dægurlagahljómfræði og það hefur nýtst mér vel! Þar koma “kirkjutóntegundirnar” við sögu (dorian, frygian os.frv.), allir hljómarnir (bókstafs þá) og hljómasambönd og loksins loksins fóru brotin að smella og ég að skija afhverju ég var búin að vera að dröslast í gegnum alla þessa tónfræði :)

Re: Reykingar á meðgöngu

í Heilsa fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Vá… En skemmtilegar og MÁLEFNALEGAR RÖKRÆÐUR í gangi, góð stemming og almenn gleði… Elsku stelpur, er áhugamálið “Börnin okkar” vettvangur fyrir svona bitchfight? Dýrin í skóginum eiga að vera vinir, og það eru mismunandi sjónarhorn sem skapa umræður og það er ekkert nema gott… Það er nú einu sinni “tal”frelsi á Íslandi og allir eiga rétt á að viðra sínar skoðanir án þess að vera niðurlægðir! Setjið endilega útá svör hvers annars en sleppið þessum hundleiðinlegu skotum hver á aðra. Ég held það bara…

Re: LÖNG-SAGA, hvað á ég að gera ?????

í Rómantík fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hmm… Verð bara að minna á það sem komið hefur fram að manneskjan er að koma úr löngu+alvarlegu sambandi og hausinn á henni verður ekki tilbúinn í neitt dæmi strax… En ég dáist af því hvernig þú ert búinn að vinna úr þínum málum! Um að gera að sleppa því að láta rífa úr sér hjartað og henda því útá Miklubraut - þó ekki væri nema bara því það er leiðinlegi hlutinn…

Re: LÖNG-SAGA, hvað á ég að gera ?????

í Rómantík fyrir 22 árum, 10 mánuðum
úff… ekki öfunda ég þig :/ en vittu til, þetta er líklega það besta… Ekki hefði ég óskað neinum að vera strax á eftir gaurnum sem ég var síðast með en ég óskaði þess samt mest af öllu að geta bara fundið einhvern nýjan! Sem betur fer varð ekkert úr því því það tók mig alveg ár að henda ruslinu sem varð eftir þótt hann færi…. sama hvað gerist með hana og hr. fyrrverandi (eða hvað?), hún þarf fullt af tíma til að vinna úr sínum málum! maður rúmar bara eitthvað ákveðið magn af dóti, og það þarf...

Re: Status Æfingahúsnæða ???

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jamm, Danni er maðurinn! Hann er gjörsamlega að redda æfingarhúsnæðismálum hér í bæ :) Tala við hann, besta í stöðunni! Fær mitt klapp á bakið fyrir sín störf…

Re: Persónuleikar!!!

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þetta er stök SNILLD! Alltof mikið til í þessu :D

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum

Re: Lögreglan í Hafnarfirði full af geðsjúklingum?

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
tvær hliðar og allt það, en afverju getur löggan þá ekki leiðrétt málið ef þetta er einhver misskilningur? Frekar skrítið að vilja ekkert tjá sig… Annars gæti ég vel trúað að þegar hún “var eitthvað að rífast við fólkið” hafi eitthvað aðeins meira gengið á! Hver hringir líka á lögguna áður en hann/hún tékkar á því að tala við nágrannana á friðsamlegu nótunum? mætir bara brjáluð á svæðið og “hey! ég er búin að hringja á lögguna!”

Re: Einfaldur kjósandi ?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jú alþingismenn eru svo láglaunaðir að sumir hverjir neyðast til að stela til að hafa í sig og á og borga upp jeppann og einbýlishúsið…. Hmm… Varðandi laun alþingismanna, þá má nú margt betur fara áður þeir fara að fá hækkanir.. Sjálfsagt eiga þeir það skilið, en eigum við ekki fyrst að einbeita okkur að því að veita þeim launahækkun sem virkilega eru að tóra á skítalaunum?

Re: Líknardráp

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þetta er rétt hjá þér Konny, á líknardeildinni í Kópavogi sér starfsfólkið um að gera líf deyjandi sjúklinga eins bærilegt og frekast er unnt en lyfjameðferð hefur verið hætt . Líknardráp eru hinsvegar ólöleg á Íslandi svo starfsfólk má ekki taka líf deyjandi sjúklinga jafnvel þó þeir grátbiðji um það og óski sér einskis frekar en að ljúka þessu lífi.

Re: Já það er vit i siv

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Neibb, ekkert vit í Siv - sjaldan séð manneskju sem er jafn ósannfærandi í starfi og háttvirtur “umhverfisiðnaðar”ráðherra… Og B52, huxa fyrst, tala svo… Þú verður að segjaeitthvað sem vit er í svo fólk taki mark á þér… Þú veist, ekki ignora staðreyndir osfrv.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok