Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Sjálfsvörn með vopnum

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hmmmm…..þetta gæti mjög sennilega verið eitthvað feik dæmi eins og GorkaMorka segir, svo skil ég ekki afhverju þarf að kenna könunum þetta, þeir sem eru eitthvað hræddir við óboðna gesti eiga flestir skotvopn. Væri samt gaman að sjá svona “heimiliserju-crouching-tiger-hidden-dragon” þar sem fólk tekst á með klósettburstum, lömpum, vösum o.fl, náttúrulega með viðeigandi HO-JA! hljóðum og víra-stökkum. Afsakið. Ég er með flensu og er ófær um að taka nokkurn skapaðann hlut alvarlega.

Re: MEIRI HÖRKU!

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Já sérðu það ekki Salvar hvað þið Skuggapétur eigið mikið sameiginlegt? Þið eruð örugglega tvíburar sem að voru aðskildir í vöggunni! Reyndar er mig farið að gruna að Skuggapétur sé hugarfósturs einhvers af fastagestunum hér, skapaður til að hræra aðeins upp í okkur. Eða kannski að DeathBlow hafi búið Skuggapétur til til að hann hefði einhvern til að bullshitta við ;-)

Re: Bardagalistir og skóli

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Júdókennsla er stór hluti af íþróttakennslu í Japan og hefur það gengið bara þónokkuð vel að ég held. En það er svosem engin furða, Japönsk menning býður svo vel upp á að halda uppi aga o.s.frv. Það myndi örugglega taka þó nokkurn tíma að fá foreldra og kennara til að venjast þessu. Samt, tel það vera betri hreyfingu að stunda Júdó heldur en t.d. fótbolta eða handbolta. Þú lærir hagnýta hluti(sjálfsvörn) og meiðslatíðnin er lægri heldur en í boltaíþróttum(allavega skv. heimildum mínum frá KA)

Re: Skiptir vöðvamassi máli?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
hehehe…..sko. Ef að færslur Skugapéturs fara í taugarnar á þér leiddu þær bara hja þér. Ef að hann svarar grein frá þér og þér finnst svarið heimskulegt láttu eins og það sé ekki þarna. Þursar eins og Skugginn eru einungis hægt að meðhöndla á tvennan hátt: Þú getur látið þá gera þig brjálaðann eða tekið þeim sem svona “comic relief”. Dauðahöggið ógurlega og Skugginn hafa kannski ekki mikið uppbyggilegt fram að færa en þeir koma mér alltaf til að brosa :-)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Í sambandi við hvort að Agent Smith hafi getað “yfirtekið” Bane og sé nú staddur í líkama hans, þá getur það alveg gengið upp samkvæmt rökhyggju Matrix hvort sem það er “raunverulegur” heimur eða “matrix-inni-í-matrix”. Hugsið aðeins út í þetta: Við erum oft búin að sjá Neo, Trinity ofl. hlaða þekkingu inn í vitund sína í báðum myndunum. Bardagaþekking Neo í fyrri myndinni var “download-að” inn í hann í fyrri mydninni(hið frábæra “I know Jiu-Jitsu” atriði). Agent Smith hefur einungis fattað...

Re: Skiptir vöðvamassi máli?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég mæli með að við gerum Skuggapétur að opinberu lukkudýri(eða lukkuþursi) Bardagalista. Ef að hann heldur áfram að dæla út svona snilldargreinum þá finnst mér hann ætti skilið sinn eiginn kork, eða allavega link inn á síðuna sína á aðalsíðuna. Meðan maður tekur hann ekki alvarlega þá er hann alger snilld!

Re: Veit einhver hvernig ég get pantap UFC live?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það VAR einungis hægt að horfa á UFC í gegnum gervihnött á tímabili, meðan þeir voru í kapal-banni í bandaríkjunum(helv. repúblikana fífl), þannig lifði sportið af. Ég trúi því varla að þeir hafi svissað algerlega yfir í kapal. Frændi minn er togarasjómaður og þeir horfa stundum á UFC í gegnum gervihnöttinn á skipinu(eru með sjóræningjakort svo þeir þurfa ekki að borga neitt). Þetta er náttúrulega ekki fáanlegt á þessum Sky-Digital diskum sem flestir sportbarir eru með fyrir fótboltann. Það...

Re: Skiptir vöðvamassi máli?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Já og nei. Því er ekki að neita að kraftur skiptir máli, eða getur gert það. Aftur á móti þá segir vöðvamassi(hversu “buffaður” þú ert)ekki allt um hversu sterkur þú ert. Of mikið af magn af vöðvum getur meira að segja verið til vansa Þeir MMA menn sem eru mestu sterabögglarnir fylgja yfirleitt sömu lyftingarrútínum og vaxtaræktarmenn. Þeir frægustu af þessari gerðinni eru gaurar eins og þeir nafnar Mark Coleman og Mark Kerr. Stærsta vandamál þeirra er að allt þetta kjöt þarf súrefni. Þeirra...

Re: Stofnun regnhlífasambands grappling-lista?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Já það er satt og ef að það “veit” eitthvað þá hefur það oftar en ekki eitthvað að gera með ræfla eins og Hulk Hogan og svoleiðis pakk! En það gæti verið að breytast. Ég fann í gær síðu fyrir ansi svala síðu sem heitir Real Pro Wrestling. Þar eru menn að reyna að koma Greco og Freestyle Wrestling í sjónvarpið og settu upp ansi svalt show. Það er 1 mín. preview á síðunni og ég trúði varla mínum eigin augum. Endalaust svalt!!! Þeir ætla að fara head-to-head á móti WWE og því drasli og koma...

Re: fyndið

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Gott dæmi um hryggspennu+fellu er Títo Ortiz vs Evan Tanner í UFC 32. Ortiz læsti Tanner í hreint ógurlega hryggspennu, rétti úr sér(var töluvert hávaxnari) og DÚNDRAÐI honum á bakið með alla þyngd sína ofan á honum. Tanner steinrotaðist og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Og þetta var á dýnu!

Re: Stofnun regnhlífasambands grappling-lista?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er lítið mál að kynna sér reglur og basic tækni grappling íþrótta á netinu. Kíktu tildæmis á heimasíðu Abu Dhabi Combat Club (www.adcc.com) sem er klúbbur í sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þeir halda reglulega grappling mót þar sem fremstu jiu-jitsu, judo, sambo og wrestling kappar heimsins hittast og keppa eftir ákveðnum reglum og reyna að snúa hvorn annan niður. Ástæðan fyrir að Abu Dhabi er svona massívt mót er að einn af furstunum sem stjórnar landinu er mikill áhugamaður um...

Re: Íslenskun á grappling frösum

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
: Nokkur í viðbót…. Takedown og skyld brögð… Takedown = Fella Double Leg Takedown = Tvöföld fella Single Leg Takedown = Einföld fella Back Suplex = Bak fella Belly-to-belly Suplex = Bringu fella Fleiri BJJ frasar: Scissor Sweep = Skæra feyking/sópun Reversal = Svipting Guiliotine choke/Front Headlock = Gapastokkur/Gapastokkshenging

Re: Stofnun regnhlífasambands grappling-lista?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er einfaldlega ekki raunhæft að mínu mati. Það er mýgrútur af bardagalistum hér á klakanum sem er vel á veg kominn og með sín mál á hreinu Karate, Taekwondo, Box, Muay Thai, Wu Shu, Capoeira ofl. Allar eru þetta meira og minna striking arts. EN. Eina fangbragðalistin sem stunduð er að einhverju leiti á Íslandi er júdó. Þó svo að júdó sem að mínu mati frábær bardagalist og ég stunda hana sjálfur þá vantar mikið uppá að júdó dekki allar þær fjölbreyttu hliðar fangbragða sem til eru. Svo...

Re: Stofnun regnhlífasambands grappling-lista?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég var nú ekki að meina að júdómenn þyrftu að vera inni í þessu sambandi, þeir eru náttúrulega svo margir og búnir að koma ár sinni ansi vel fyrir borð. Var meira að meina að allir hinir stíalrnir þyrftu að standa saman svo að þeir gætu blómstrað líka. En aftur á móti væri svaka gott ef að júdómenn væru til í að bakka okkur upp og styða þessa viðleitni.

Re: Íslenskun á grappling frösum

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Já þetta er alveg rétt hjá gúrkunni, þannig að guard sweep = varnar sópun/feyking upa = full svipting endilega fleiri þýðingar!!!

Re: Greinar eftir skuggapetur

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Að mínu mati þá þurfum við sem höfum sannan áhuga á bardagalistum, hvort sem þær eru traditional eða MMA ekki að þurfa að þola að vera settir í sama hóp og þroskaheftir unglingsfífl sem að halda að það að berja og meiða fólk sé svalt. Hver veit, ef að MMA einhverntímann kemst á skrið hér á landi og einhverjir ráðamenn(sem kannski eru *hóst*kvenkyns og *hóst*vinstri-grænir) kíkja hér inn á bardagalistir og sjá bara greinar um götuslagsmál og keðjubarning þá er voðinn vís. Að mínu mati þá eiga...

Re: Hví hrífst kvennfólk svona mikið af Boxurum???????

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ahl heldur áfram að opinbera fávisku sína fyrir framan íslensku þjóðinni. En frábært! Hver sem það nú var sem græjaði þetta Kolbrúnargabb, LOL!!! Takk æðislega. Það er sjaldan sem að maður rekst á einhver á netinu sem er það fávís að maður getur ekki annað en hlegið að honum en VÁ! Ahl rokkar mest. Hnefaleikakappar njóta ekkert meiri kvenhylli en menn í öðrum íþróttagreinum. En í sambandi við boxara og kvenhylli, allir vita það að þeir sem skara framúr í íþróttum njóta kvenhylli. Sama hversu...

Re: Vangaveltur um MMA, UFC og annað í þeim dúr

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þessi Zen-hugsunarháttur sem Vargur kom inná er partur og pakki af flestum austurlenskum bardagalistum, sem eru í hugum flestra hinar einu sönnu bardagalistir. Þessvegna dregst ég mun frekar að vestrænu bardagalistunum(box, greco-roman wrestling, catch wrestling o.s.frv.) vegna þess að vestræna hugmyndafræðin höfðar frekar til mín. Hún er engan veginn andlaus, heldur bara öðruvísi. Hugtök eins og “heilbrigð sál í hraustum líkama” og “það skiptir ekki máli að vinna, heldur að vera með” sem...

Re: box, bardagalist?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Rétt er það að fæstir hafa tímann eða áhugann á að æfa allt jafnt. Flestir þessir MMA “camps” hafa solid bakgrunn í einhverju einu, og það litar attitúdið hjá þeim. Chute Boxe eru mjög agressívir og mikill Muay Thai fílíngur, og þeir nota sína BJJ þekkingu aðallega til að forðast lása og komast aftur á lappirnar. Brazilian Top Team er meira inná BJJ, og nota sína boxþekkingu til að mýkja andstæðinginn upp fyrir takedown og til að komast innfyrir vörnina. Team Quest er samansett af bestu...

Re: allir wwe fans að skoða...

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
kommentið efst á þesari síðu er tvímælalaust verst stafsetta enska sem að ég hef nokkurntíman séð. Nákvæmlega hvaða sveppategund varstu að bryðja þegar þér datt í hug að setja þessa síðu upp!?! Er ekki allt í lagi með þig!?!

Re: box, bardagalist?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Gott að sjá að á meðan ég var í burtu voru menn sem að gátu rekið ruglið öfugt ofaní Ahl. Það er gaman að sjá að hér séu boxaðdáendur eins og mrjacob sem að eru með á nótunum. Ég ætla bara svona for the record að útlista mína skoðun á boxi´vs MMA einu sinni enn á einum stað, þessi umræða fór út í leiðinlega smámunalega hluti um hver hefði rotað hvern. Ég hef á tilfinningunni að Ahl hvorki æfi box né sé á neinn hátt aktívur í bardagalistum. Hann hefur bara glápt á Sýn og hangið á boxvefjum og...

Re: UFC

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Skal gert! Ég skal skrifa grein um þetta allt saman. En þangað til…. Nei þetta er ekki allt undir merkjum UFC. UFC er elsta Mixed-Martial-Arts keppnin í bandaríkjunum en alls ekki sú eina. Í bandaríkjunum í dag eru þeim samt sú keppni sem allir vilja komast í því þar eru mestu peningarnir og mesta áhorfið(samt ekkert í líkingu við boxið) B-klassa keppnir eru til dæmis King Of The Cage, World Extreme Cagefighting, World Fighting Alliance o.f.l o.f.l. Mest “High-Profile” keppni í heiminum í...

Re: box, bardagalist?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég held að Ahl þjáist af mjög slæmu tilfelli af “Mitt sport er betra en þitt sport” heilkenni. Hann er að æfa box og finnur sig þessvegna knúinn til þess að tala illa um aðra stíla, kemur inn á bardagalistir og gerir sig breiðan. Ég nefndi þónokkuð virtan boxara (Briggs) sem einungis fyrir nokkrum árum var að berjast við stór nöfn(vann ekki alltaf, but that´s the way the game goes…)sem telur MMA vera da bomb og Ahl ákveður að þá sé nauðsynlegt að gera sem minnst úr honum. Ef að Briggs hefði...

Re: box, bardagalist?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Erm…..ég skil hvað þú ert að meina. En ég er engann veginn sammála þér. Númer 48 á heimslista í íþrótt sem að telur tugþúsundi iðkenda finnst mér nú bara nokkuð gott. Ég ætla rétt að vona að það séu fleiri en 47 þungaviktar boxarar í heiminum sem geta talist nógu góðir að þeir séu verðugir fulltrúar síns sports. Ég leyfi mér að segja það að maður númer 48 á lista sem telur þúsundir pro-boxara í heiminum hlýtur að teljast A klassa boxari(Kannski A-, eða jafnvel B en ekki verri en það “Boxari...

Re: box, bardagalist?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég biðst afsökunar á að hafa farið rangt með nöfnin á boxurunum, mig minnti að hann hefði barist við Tyson og Holyfield….vissi að hann hefði barist við Tyson eða Lewis, og veðjaði á rangan hest. Svona gerist þegar maður aflar sér ekki heimilda og treystir á minnið! http://www.boxrec.com/boxer_display.php?boxe r_id=004629 Menn geta dæmt record Briggs og mótað sér skoðanir á því hvort hann sé heimsklassaboxari eða ekki….segi ekkert um það. Hver sem keppir á þessu leveli hlýtur að vera ansi...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok