Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Full Muay Thai Rules: A short documentary

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Verð nú samt að vera sammála að 3x3 mín er alltof stuttur tími fyrir nokkurnskonar bardaga að mínu mati. Þetta er rétt að byrja að vera skemmtilegt þegar bardaginn er búinn! “Slow starters” eru meira eða minna úr leik. Þetta eru ekki nema níu mínútur, í MMA þá erum við allavega að tala um 3x5 mín. eða 15, sem er rúmlega 50% lengri tími overall.

Re: BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
T.A.E. K.W.O.N. D.O Ekki sérlega erfitt að leggja það á minnið.

Re: BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Ah, ókey! Það er víst eitthvað sem er í gangi þarna líka.

Re: BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um “takedown” eða fellu.

Re: BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Ég get vottað fyrir að Arnar Freyr er virkilega góður glímumaður. Það sem ég hef séð til Helga “flex”(ef hann heitir Helgi Rafn og ég er ekki að rugla honum saman við einhvern annan) hefur heldur ekki verið neitt nema mjög gott BJJ. Aftur á móti hef ég aldrei séð hann kenna þannig að ég veit ekki hversu góður hann er að koma því sem hann kann frá sér. P.S: Þú þarft alls ekki stór nöfn sem kennara ef þú kannt ekki neitt. Blábeltingur getur kennt þér meira en þú getur innbyrt á 6-12 mánuðum.

Re: Brock Lesnar may never fight again

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Mig grunar að það sem Dana meinti þegar hann ýjaði að því að Brock gæti hugsanlega aldrei barist aftur var að ef að svona ristilsmein eru of langt gengin og komið drep eða eitthvað svoleiðis í það þá þarf stundum að fjarlægja part af honum. Það getur þýtt að menn þurfa stóma(“colostomy bag”), sem þýðir ekkert meira MMA. Virðist samt vera að hvað sem að var að Brock í maganum hafi ekki verið eins alvarlegt og haldið var á tímabili, þannig að vonandi sleppur hann við það. Ég held að við ættum...

Re: Brock Lesnar may never fight again

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Það virðast fæstir vita, ekki einu sinni læknarnir. Það er held ég búið að hringja í Dr. House.

Re: Viðtal við Randy Couture í Manchester

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Flott viðtal og gaman að sjá hvað Couture er harður í bransanum orðinn þetta gamall. Hefur Gunni eitthvað hnippt í jaxlinn? ;)

Re: Sigurvegarar í opnum flokki karla

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Smá leiðrétting Halli - þegar þú talar um að Alex hafi verið frábær í -66 kg, ertu þá ekki að meina Axel sem glímdi við Sveppa?

Re: Sveppi og Auddi í Mjölni

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Haha…það er svo satt!

Re: Nafnasamkeppni fyrir mma gym ármúla 1

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Ef að skemmtistaðir mega heita Apótekið og Kaupfélagið, þá má MMA gym heita Járnsmiðjan!!!

Re: Arni Isaksson for world title

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
WAR ÁRNI!!!!

Re: Fedor Emelianenko Turns Down $5 Million Per Fight Offer From The UFC

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Snýst ekkert um hvað Fedor vill heldur umboðsmaðurinn hans, hann Vadim Finkelstein. Hann vill nota UFC eins og að hann notaði Bodog og Affliction, til að pimpa sitt eigið org, M-1 Global. Ef að hann fær að ráða þá verður það að vera M-1 Global & UFC Presents: Fedor vs Lesnar t.d… Þeir voru með sweet samninga t.d við Affliction þar sem þeir fengu garanteraða prósentu af öllum gróða plús allskonar þóknanir og eingreiðslur fyrir “þjónustu” sína, en tóku ENGA fjárhagslega áhættu. Það finnst...

Re: Nafnasamkeppni fyrir mma gym ármúla 1

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum
Já ég var frekar sáttur við það. Getur notað tagline-ið “skelltu þér í Járnsmiðjuna og láttu hamra þig í form!”

Re: Nafnasamkeppni fyrir mma gym ármúla 1

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
Gymmið hans Marc Laimon í Las Vegas heitir Cobra Kai, þannig að það er frátekið…

Re: ESPN MMA Live Ep 64-Rashad Evans does Mike Tyson Impression & More!

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
HAHAHA!!!! Hann algerlega neglir Tyson.

Re: Machida-Shogun (spoiler augljóslega)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
….og ekkert af þessu yrði fáanlegt í sjónvarpi. Ekkert PPV, engar tugmilljónir dollara í gróða. Un-sanctioned MMA má ekki sýna í beinni útsendingu í BNA. Þannig er það bara og ekkert við því að gera.

Re: Machida-Shogun (spoiler augljóslega)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
(Kaldhæðni)Já það er mikið skárra að hafa það í Japan þar sem skipuleggjendur bardaganna ráða dómarana og geta haft þetta eins og þeir vilja. Þá fyrst fáum við góða dómgæslu!!! :D (/Kaldhæðni)

Re: DREAM 12 bardagar

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
Gaman að sjá að DREAM eru búnir að dömpa boxhringnum og komnir með almennilegt búr!

Re: Machida-Shogun (spoiler augljóslega)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
Algerlega sammála, Shogun vann þennan slag. Efast samt um að spilling komi því eitthvað við, heldur bara krónískt vanmat á gildi lágsparka.

Re: Mjölnir stækkar! James Davis kemur og 10 ný belti.

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
Svo má ekki gleyma frumkvöðlastarfi hnefaleikafélagsins Æsis að flytja inn virkilega góðan(að því mér er sagt) Muay Thai þjálfara, o.fl, o.fl… Mig er farið að gruna að ártugurinn 2010-2020 verði bardagalistir í sívaxandi hlutverki í íþróttalífi Íslendinga. Á svona litlu landi þarf ekki nema örfáa afreksmenn til þess að allir fái áhuga, svona svipað og þegar Jón Páll setti kraftasportin á kortið upp úr 1980, nema hvað það er mun auðveldara fyrir meðal manneskju að taka þátt í bardagaíþróttum...

Re: Mjölnir stækkar! James Davis kemur og 10 ný belti.

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
Flott að sjá að samkeppnin er strax farin að hafa áhrif :D En svona að öllu gríni slepptu þá grunaði mig að þetta væri í farvatninu, og óska Mjölni til hamingju með nýju beltin öll.

Re: Stærsta MMA gym á íslandi opnar í ármúla 1

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
Held þetta sé bara spurning um að geta boðið upp á það besta úr öllum greinum. Judomenn kunna svo mikið um köst miðað við BJJ menn og öfugt þegar kemur að gólfinu. Mjölnir er líka með toppklassa Judomenn sem að taka sér kast tíma tvisvar í mánuði.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok