Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hehe neibb, þetta er Antonio Rodrigo “Minotauro” Nogueira, annar BJJ snillingur og mjög góður fighter. Fyrrverandi meistari í Pride, sem er svona japönsk útgáfa af UFC. http://en.wikipedia.org/wiki/Antonio_Rodrigo_Nogueira Nogueira er þungaviktarmaður, en Royce er ekki nema 170 pund. En líta ekki allir þessir brassar eins út hvort eð er? :D http://www.youtube.com/watch?v=lKy6wqgDzMg

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
:D :D :D

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Farðu á Youtube of sláðu inn “Fedor Emilianenko highlight”. Horfðu á nokkur video með honum og þá skilur þú þetta allt saman. Fedor vinnur alla. Alltaf.

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Í dag? Erfitt að segja. Kallinn er orðinn 40 ára gamall ca. og menn vita miklu meira um hvernig “strattið” hans er í dag heldur en 1993. Fer alfarið eftir því hvernig Klitchko myndi undirbúa sig, og hvort hann hefur einhverja wrestling reynslu. Ef hann réði til sín góðan wrestling þjálfara sem kenndi honum að verjast fellum, þá gæti hann átt séns. Ef hann æfði bara box þá myndi hann lenda í vandræðum fljótt. Það er nefnilega lítið hægt að boxa þegar þú liggur á bakinu með mennska...

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hehe… Trúir þú virkilega öllu sem að menn segja þegar þeim er borgað fyrir að mikla það sem er á dagskrá. Eins og Public Enemy sögðu hér um árið, “don´t believe the hype…” Auðvitað hefði Tyson verið verðugur þáttakandi í UFC 1…en hann hefði ekki unnið keppnina, og ég tel ekki einu sinni víst að hann hefði komist í úrslit.

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Planið hans var að halda andstæðingnum í burtu með hanskalausu hendinni, og rota hann með hinni…kallinn var hræddur um að brjóta á sér hendina ef hann kýldi berhentur. :D Ekkert besta plan í heimi, en Jimmerson var víst með box-bardaga á dagskrá nokkrum vikum eftir UFC þáttöku sína, og ekkert á því að taka mikla sénsa, sem er einnig ástæðan fyrir að hann gafst upp án þess að vera tekinn í lás gegn Royce þegar hann áttaði sig á því að hann gat ekki sloppið úr mount.

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Brasilíkst Jiu-Jitsu(BJJ), sem að er náskylt Judo en leggur minni áherslur á köst, en meiri á gólfglímu og lása. Rosalega skrítið að tala við einhvern sem veit ekki hver Royce var/er… http://en.wikipedia.org/wiki/Brazilian_Jiu-Jitsu Bætt við 19. júní 2007 - 23:19 s.s á þessu áhugamáli, þar sem MMA og BJJ eru nokkurnveginn aktívustu bardagalistirnar á Huga ásamt Judoinu og TKD.

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
http://www.ufc.com/index.cfm?fa=LearnUFC.FactSheet http://www.ufc.com/index.cfm?fa=LearnUFC.History Lestu þetta og þá veistu meira. Frábært sport, besta áhorfsíþrótt í heimi að mínu mati.

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Laugarásvideo? Það er videoleiga þar sem þú getur fengið Ultimate Fighting Championships á VHS og DVD. Einfalt. Eða þú getur bara horft á þetta og séð hvernig fyrstu tvær keppnirnar fóru: http://www.youtube.com/watch?v=oG9Pz6xXrl4

Re: Sko

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Velkominn til 1993… Ég mæli með að þú kíkir í torrent.is eða röltir niður á Laugarásvídeo og tékkir á UFC 1-72. That is all…

Re: Gunni Nelson Made a man In Fjölnir

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Kannski, kannski ekki… Til þess að það geti komið í ljós þyrfti hann að mæta. Menn fá ekkert respect út á það sem þeir “gætu gert” ef þeir mættu…

Re: Gunni Nelson Made a man In Fjölnir

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Það er stór munur á því að gera lítið úr kennsluskránni(ef það að benda á að kata virkar ekki neitt er að gera lítið úr Shotokan þ.e.a.s, sem er álitamál), og að gera lítið úr iðkendum Allt of margir bardagalistamenn samsama sig sinni list. Ef listin er gagnrýnd þá taka þeir það mjög persónulega. Það er náttúrulega bara rugl. Auðvitað eru Shotokan iðkendur upp til hópa hið mesta öðlingsfólk sem gaman er að þekkja og spjalla við. Bætt við 8. júní 2007 - 15:54 P.s fleiri ættu að taka sér...

Re: Fjögur blá belti og eitt fjólublátt!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég er einmitt með brúna leðurbeltið í húsasmíðum*. Pláss fyrir hamar og allt. *aulabrandara stolið af Jóni Gnarr…

Re: ?????????

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Nekron, undir hvaða undirflokk Bujinkan námsskrárinnar myndi svona Parkour sprikl flokkast? Ég er nokkuð viss um að þeir japönsku hafa einhvern góðan frasa yfir svona undankomuaðferðir… Bara forvitinn.

Re: Hvað vantar þig? HVAÐ SEM ER!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þú kemur askvaðandi hér inn á áhugamál þar sem fjöldi manns hefur lagt sig fram um að stuðla að málefnalegri umræðu um bardagalistir til þess að plögga eitthvað bisness sem þú ert með í gangi og ert hissa þegar menn taka illa í það? Þú kannt enga mannasiði. Þegar menn eru ókunnugir, þá eiga þeir að sýna “heimamönnum” kurteisi. Þú ert arfaslakur sölumaður, klikkar á grundvallaratriðum…hverjum dettur í hug að það eigi eftir að gera sig að troða svona rugli inn á áhugamál um SKÝRT afmarkað...

Re: Hvað vantar þig? HVAÐ SEM ER!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Það sem þú ert að gera kallast spam og er einn hvimleiðasti hlutur á netinu. Hypjaðu þig með þetta rusl Levy, við kunnum allir á Ebay og þurfum ekki á þér að halda. Ég þakka þeim sem hlýddu.

Re: Ný belti hjá Mjölni

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Stelpurnar tóku sig saman og lituðu hvítu gi-in held ég…bara svona upp á grínið. Það er miklu meira liberal í BJJ hvernig gi þú vilt vera í…öll svona formsatriði eru ekki tekin eins alvarlega eins og í t.d Judo og Karate þar sem kennararnir ráðskast í öllu í sambandi við hvernig þú ert til fara.

Re: MMA á akureyri

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þetta er Ingþór “Thaiboxer” Valdimarsson, einn af fyrrverandi nemendum Jimmy úr Pumping Iron, samtímamaður Árna Ísaks. Einn af bestu all-round bardagalistamönnum á landinu í dag, og í þeim fámenna hóp Íslendinga sem hefur keppt í Pro MMA, sem telur eftir því sem ég best veit einungis 3 einstaklinga, Ingþór, Gunna Nelson og auðvitað Árna Ísaks. Ef þú býrð á Akureyri og hefur minnsta snefil af áhuga á bardaíþróttum, ekki missa af þessu.

Re: Ég í Kickbox bardaga

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
“Traditional” er kannski frasinn sem er notaður yfir þetta í Noregi til að skilja það frá Muay Thai(eða diet-MT sem er keppt í í Evrópu, s.s engir olnbogar), en mér heyrist á Castrol að þessar reglur séu keimlíkar þeim sem vestanhafs kallast “American Kickboxing” eða “Kenpo Kickboxing”, sem var einmitt reglusettið sem Chuck Norris og Bill “Superfoot” Wallace kepptu undir.

Re: Royce Gracie vs. Kazushi Sakuraba II í júní

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég stórefast um að Sakuraba standist læknisskoðun í bandaríkjunum. Maðurinn hefur tjónað flest sem hægt er að tjóna án þess að lenda inn á hjúkrunarheimili fyrir lífstíð. Bæði hnén á honum eru meira eða minna ónýt. Þessi hraði og lipurð sem gerði hann svo erfiðan andstæðing er algerlega farinn. Ég er voða lítið spenntur fyrir þessum bardaga, og finnst að Sakuraba ætti að setjast í helgan stein sem allra, allra fyrst, sjálfs sín vegna.

Re: Hvíl í friði Jeremy Williams

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég var ekkert smá shokkeraður þegar ég las um lát Williams á Sherdog, þar sem það var mikið “buzz” um hann undanfarið, og ásamt Ben Rothwell var Williams talinn sá lang efnilegasti af IFL gaurunum, og líklegastur til stærri hluta í UFC…ég samhryggist þér innilega Kári minn, þetta hlýtur að vera mikið áfall fyrir þig og gymið allt. Um margt minnir andlát Williams mig á aðstæðurnar í kringum sjálfsmorð Ian Curtis, söngvara Joy Division, sem einungis örfáum klukkutímum fyrr lýsti því yfir við...

Re: Boxmeistarinn Kermit Cintron tekur áskorun um MMA bardaga

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hmm…er ég sá eini sem að finnst að þáttaka Kermit Cintron í MMA muni ekki í raun “sanna” neitt í þessum ríg milli box aðdáanda og MMA aðdáanda? Ekki misskilja mig, ég er þvílíkt ánægður að jafn góður boxari og Cintron sé tilbúinn að stíga ínn í búrið og láta hnefana tala, en þar sem hann hefur góðan wrestling bakgrunn þá hefur hann mun fleiri “tól” heldur en bara að boxa…bardagi milli hans og Sherk myndi þessvegna ekki vera boxari vs MMA gaur heldur bara t.t grænn MMA(hvað keppnisreynslu í...

Re: Triangle Armbar

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
LOL! Gamla góða “bitið” til að losna úr armbar. Þú hugsar þetta allt vitlaust…Palli er vinur þinn. Hann er ekki að fara að slasa þig útaf einhverju sem gerist á æfingu. Frekar sleppir hann þér bara. No big deal. Ég get aftur á móti lofað þér að ef við glímum einhverntíman og þú reynir eitthvað þessu líkt…þá eyðir þú nokkrum mánuðum í fatla. Ég myndi ekki hika við það. Munirinn á “tap” og “snap” úr armbar er nokkur pund af þrýstingi.

Re: Fyndanasti pride bardagi sem ég hef séð ever !

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
pfft, þetta er ekki einu sinni besti bardagi Frye í Pride… Frye vs Takayama er náttúrulega alveg sér á báti í bardagalistaheiminum! Aldrei mun slík viðureign eiga sér stað. http://www.youtube.com/watch?v=l9XYT-N2Fwg

Re: NM 2007 í júdó

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
You win some, you lose some…það er það sem þetta snýst allt saman um! Óska öllum keppendum til hamingju, sérstaklega þeim sem komust á pall.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok