Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Shaolin vs Ballet

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Mig hefur lengi dreymt um að sjá listdans sýningu sem að sýndi “listrænu” hliðina á hinum mörgu mismunandi bardagalistum, s.s Capoeira, dansinn sem að Muay Thai menn dansa fyrir bardaga, Kung Fu, Aikido, og bara allan pakkann… Væri gaman að sjá hvernig atvinnu listdansarar myndu vinna úr þessu safni af hreyfingum alveg burtséð frá notagildi bardagalista…gæti verið dáldið flott og öðruvísi listdans.

Re: TKD - BJJ í Kóreu

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Góð lesning og greinilegt að menn taka sportið/listina alvarlega þarna úti í Kóreu. Gangi þér sem best og vonandi teymir þú John Frankl með þér til Ísland!

Re: ISR-Matrix öryggis- og dyravarðanámseið

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Dyra- og öryggisvarða hluti ISR-kerfisins (yfirleitt nefnt ISR-PM) er leyfilegt að kenna öllum sem áhuga hafa eftir því sem ég best veit. Sá hluti kerfisins sem er sérhannaður fyrir lögregluþjóna, ISR-LE, sem stendur fyrir Law Enforcement, má einungsis kenna starfandi lögregluþjónum eða eða þeim bardagalistakennurum sem hafa lögreglumenn fyrir kúnna. Það er farið í ýmislegt í LE hlutanum sem kemur óbreyttum borgurum lítið sem ekkert við, t.d hvernig þú átt að passa að andstæðingurinn komist...

Re: Viltu koma í krumlu?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ekki alveg rétt. Annar tapaði, hinn vék sér undan áskorun Helio og glímdi aldrei við hann. Þess má geta að Helio Gracie fékk afhent svart belti í Judo frá Kimura sjálfum eftir bardagann, þar sem Kimura var hrifinn af baráttuanda og dugnaði litla Brassans :D

Re: WWF á hvaða stöð??

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
WWE er sýnt á einhverri Sky Digital stöðinni, svo mikið veit ég…og TNA, japanskt “puroresu” og breskt stöff er sýnt á The Wrestling Channel, sem er partur af Sky Digital pakkanum… Ekki það að það sé þess virði að horfa á þetta, skelltu þér frekar á www.ufcondemand.com og góndu á ALVÖRU bardagalistir í hi-definition gæðum. Hræódýrt að fá sér ótakmarkaðan passa og niðurhala eins og þig lystir.

Re: Sigursteinn Snorrason með 5.dan

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þú ættir að brjóta málsgreinarnar aðeins upp Sigursteinn, og senda þetta inn sem grein(ef þú ert ekki nú þegar búinn að því… Hvernig var að hitta hr. Frankl og co? Það væri alger snilld ef að hann léti til leiðast að kíkja á klakann…Matt hefur lofað BJJ “game-ið” hans í hástert. Og til hamingju aftur. Greinilega rosalegt prógramm að standa undir öllum þeim kröfum sem gerðar eru í TKD…þó svo að persónulega sé ég alls ekki hrifinn af öllu þessu Poomsae veseni :D

Re: Sigursteinn Snorrason með 5.dan

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Úje…. Þekki Sigurstein nánast ekki neitt, hitti hann stuttlega á Mjölnisárshátíðinni fyrr í sumar, fínn gaur og á þetta örugglega fyllilega skilið.

Re: UFC - NÝ MYND COMMON

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þetta var ekki stoppage. Randy bað BJM um að stoppa bardagann. Barnett vann á verbal submission. Randy sagði síðar að hann hefði einfaldlega sprungið á cardio-inu á því að taka svona stóran og sterkan mann niður og halda honum þar í heila lotu og rúmlega það. Þegar hann lenti undir þá vissi hann að hann kæmist ekki undan svo léttilega, og baðst vægðar…

Re: Glímur

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jú endilega, ef þú þekkir einhvern fyrrverandi NCAA wrestler sem langar að setjast að á Íslandi, kýldu á það!!! :D

Re: Glímur

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ísland SÁRVANTAR ólympíska glímu, bæði Freestyle og Greco…þó ekki væri nema einn þjálfara. Það myndi hjálpa okkar tilvonandi MMA mönnum alveg helling. Clinch tímarnir í Mjölni byggja náttúrulega alveg helling á Greco-Roman, en eru kenndir fyrst og fremst með MMA í huga.

Re: UFC - NÝ MYND COMMON

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Svo má ekki gleyma Josh Barnett í rauðu tapout stuttbuxunum!

Re: Wrestling

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ertu að meina Boston Crab? Eitthvað líkt þessu: http://www.youtube.com/watch?v=bPGYas7VNXM Ef svo er, þá er þetta eitt hættulegasta move sem að þú getur framkvæmt. Ef þú gerir það “rétt”, þ.e.a.s ekki í þykjustunni eins og í Prowrestling, þá geturður brotið mjóhrygginn á viðkomandi í tvennt, með tilheyrandi lömun og veseni. Hérna t.d mátti engu muna:http://www.youtube.com/watch?v=WO_qFMo6hRo Og fyrst þú ert 13 ára(sem ég reyndar var búinn að slá föstu), þá ætla ég að gefa þér eitt hollráð:...

Re: Wrestling

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það hefur verið vitað í mörg, mörg ár að öll úrslit í prowrestling eru ákveðin fyrirfram. Það hefur meira að segja verið skjalfest fyrir dómi af Vince McMahon að WWE skipulegði úrslit sýninga sinna langt fram í tímann, og að “keppendur” æfa atriðin sín frá upphafi til enda saman. Þetta hafði verið vitað lengi af öllum þeim sem eru með augu í hausnum og hafa eitthvað vit á hvernig menn hreyfa sig þegar þeir virkilega takast á, en það var ekki fyrr en í steramálinu mikla upp úr 1990 sem að...

Re: Wrestling

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hmmm….ertu s.s að meina að ef að menn meiða sig, þá sé það ekki feik? Afsakið, en ég hef bara algerlega aðra skilgreiningu á hvað er ekta og hvað ekki. Allt sem sýnt er á þessu myndbandi var ákveðið(og æft oft og mörgum sinnum fyrirfram. Handrit út í gegn. Það sér hver einasti maður sem að er orðinn eldri en 10 ára. Hversvegna standa þeir grafkjurrir áður en þessi mega-suplex eiga sér stað? Gæti það verið af því að þeir eru að VINNA SAMAN??? MMA fer ekki eftir neinu handriti - þessvegna er...

Re: Wrestling

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Tja, það var allavega boðið upp á kennslu í því, en ég held að það sanni svosem ekki neitt…

Re: Æfingabúðir með Matt Thornton

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þessar rökræður eru, eða allavega voru á Google video, reyndar í hörmulegum hljómgæðum en ég náði að grípa meirihlutann af þessu með því að nota heyrnatól, og Greatness hefur rétt fyrir sér, þó svo að það hafi margt, margt fleira farið milli Matt og þessa gaurs.

Re: Wrestling

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Kung-FU JU-Jutsi KArate AikiDO Meiri upplýsingar hér: http://www.mjolnir.is/spjall/index.php?topic=237.0 Guðni Fujukado er að því er ég best veit umsvifamesti svikahrappur í sögu íslenskra bardagalista. Verst að hann var rúmlega áratug á undan okkar samtíð, annars er ég nokkuð viss um að Mjölnismenn væru búnir að kíkja í heimsókn til hans :D

Re: Wrestling

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Lol. Veistu yfirhöfuð hvað Fujukado er???

Re: Wrestling

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég veit allt um það að það eru fleiri sambönd í gangi en WWE. Ég veit að flest þeirra koma fram við starfsmenn sína á mannúðlegri hátt en WWE. Og að það er borin meiri virðing fyrir þessu í Japan. Ekkert af því skiptir máli. WWE og gamla ECW er kannski meira heilsuspillandi fyrir keppendur(vegna óhóflegra barsmíða), en ALLT Prowrestling byggir fyrst og fremst á því að þykjast vera, og geta, eitthvað sem þú ert ekki. Og það er bullandi vanvirðing við þá sem hafa púlað í svita sínum svo árum...

Re: Wrestling

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Gaur. Við viljum ekki sjá Prowrestling inn á þessu áhugamáli. Einfaldlega af því að yfirgnæfandi meirihluti notenda þessa spjalls fær æluna upp í kok þegar verið er að tala um þessa skrumskælingu á bardagaíþróttum. Án gríns. Ef þú hefðir einhverntíman æft eða keppt í einhverskonar bardagalist eða íþrótt þá myndir þú skilja af hverju. Pro. Wrestling er hluti af bardagaíþróttargeiranum sama hvort ykkur hérna á huga áhugamálinu líkar það betur eða verr. Skv. þinni(frekar vafasömu) skilgreiningu...

Re: forvitni....

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Maður er aldrei of gamall fyrir koddaslag.

Re: forvitni....

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Farðu neðst á síðuna og finndu kork sem heitir “bardagalistafélög og upplýsingasíður” eða eitthvað svoleiðis. Hlekkir inn á síður flestallra félaga á landinu. Judo, Taekwondo og Karate eru fjölmennustu íþróttirnar á landinu svona stórt séð.

Re: Gunni hress

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þetta er ungt og leikur sér :D

Re: MMA í sjónvarp á Íslandi. Skrifið undir!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Af því að Sýn hefur verið einna jákvæðust fyrir þessu…menn hafa verið að plögga þessu á fleiri en einni stöð ;)

Re: MMA í sjónvarp á Íslandi. Skrifið undir!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þetta er bara til þess að sýna stöðinni að það sé slatti af fólki nú þegar sem hafi áhuga á sportinu þrátt fyrir nánast enga umfjöllun um það í íslenskum fjölmiðlum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok