Enda er aldrei hægt að eyða neinu. Form hluta getur breyst, en orkan varðveitist ávallt. Lögmálið um varðveislu orku. Og þar sem meðvitundin eða sálin eða hvað sem fólk vill kalla það, sem skilur við líkamann við dauða hans, er ekkert nema orka, þá getur hún ekki horfið. En þar sem þú fórst að tala um það að sálinni finnist það vera sekúndubrot að endurfæðast, þá er ég ósammála. Mín trú er allavega sú að eftir dauðann fari sálin og haldi áfram að þroskast í einhvern tíma, nokkur ár kannski,...