Þar sem þú ert líklega að fara að kaupa þér ódýrt bretti fyrst að þetta er fyrsta brettið þitt, ertu ekki að koma út í neinum teljandi gróða ef þú pantar þetta að utan. Það á aðallega við dýrari brettin og þau bretti sem ekki fást hér á landi. En endilega ef þú finnur bretti við hæfi á Íslandi, kíktu þá á erlendar heimasíður og gáðu hvort þú finnir þetta ódýrara úti, mundu bara að reikna með skatt,vask,sendingarkostað, og allt þetta :)