Mér finnst það alveg voðalega kjánalegt þegar fólk talar um iPod og Mp3 spilara sem eitthvað andstætt. iPod ER mp3 spilari. Bætt við 30. september 2008 - 11:13 Annars ætlaði ég nú líka að svara spurningunum. iPod vegna þess að hann er sá mp3 spilari sem hentar mínum þörfum best. Ég á iPod. Neibb, bara átt iPod, átti nú samt nýmóðsins kasettutæki og geislaspilara í denn og geislaspilarinn spilaði meira að segja mp3 held ég. Átti 30gb útgáfuna af Photo og núna er ég með 80gb útgáfuna af Classic :)