Málið er að með því að rembast í taumum á hestum þá fær maður aldrey neitt gott út úr því, maður fær tauskekkju og hesta sem eru þungir í beysli. Annars held ég að fólk sem er lunkið við hesta er fætt þannig, þetta er ekki í öllum, sem sagt að verða atvinnuknapi það geta flest allir riðið hestum og tamið, enn að gera það vel er annað. Svo finnst mér alveg furðulegt hvað fólk er fljótt að stimpla hesta hrekkjótta, ég hef tekið við tamningu af mörgum hrekkjahestum, og tamið hesta sem hafa átt...