Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fluffster
Fluffster Notandi frá fornöld Karlmaður
398 stig
I have a plan so cunning you could put a tail on it and call it a weasel!

Re: jæja...

í Ljósmyndun fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég fer nú með ca. filmu á viku, myndi skjóta meira ef ég hefði efni á því…<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra

Re: Tenglasafnið!

í Ljósmyndun fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jú það virkar, það vantar bara fleiri admina hérna :)<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra

Re: Ljósmyndun og Vef-verslun

í Hugi fyrir 23 árum, 1 mánuði
<a href="http://www.hugi.is/ljosmyndun">Ljósmyndun</a> er komin inn.<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra

Re: Mannréttindabrot? Lambúshettur eru bannaðar!

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Núúúú? Þú getur með öðrum orðum orðið valdur af slysi ef þú gengur í hlýjum fötum. Hámark vitleysunnar þegar manni er bannað að sýna suma líkamsparta en sektaður fyrir að hylja aðra. Annars er gott úrval af lambhúshettum með þremur litlum götum í t.d. skotveiðibúðum. Ég brýt frekar lög en að fá kalsár í smettið ef ég þarf að vera úti í brunagaddi.

Re: bara banna þetta pakk

í Tilveran fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ertu þá sem sagt með einhverja gáfulega ástæðu fyrir því að senda inn 50 brandara á dag?<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra

Re: Tjáningarfrelsi

í Hugi fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þannig tjáningarfrelsi í þínum augum er að mega rakka niður fólk sem lítur öðruvísi út en þú, en að það megi ekki rakka þig niður fyrir það? Sem sagt tjáningarfrelsi fyrir rasista en enga aðra? Þú getur ekki bæði lofsamað frelsi til að breiða út hatur og rasisma og heimtað hömlur á frelsi þeirra sem leggjast gegn rasisma.

Re: Häkkinen loksins í fyrsta sæti!

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 1 mánuði
Silverstone.

Re: Lús : (

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er fló. Hún bítur menn ef hún kemst ekki í neitt betra en hún vill frekar fuglinn. Pirrandi en svosum ekki til að hafa miklar áhyggjur af.

Re: Lús : (

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Bólusóttin er að ég held einsdæmi í sögunni. Fólk er ennþá að deyja úr berklum og svarta dauða í þriðja heiminum þó svo við sem höfum það betra verðum ekki vör við það. Minniháttar plágur eins og lús munu sennilega aldrei hverfa, því miður.

Re: Häkkinen loksins í fyrsta sæti!

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þú minnist ekkert á að JPM tók fram úr heimsmeistaranum í þriðja skipti í ár? Annars þá skil ég ekki alveg hvernig hann á að geta hafa djöflast of mikið á vökvadælunni sem klikkaði…Williamsbíllinn er bara ósköp viðkvæmur í ár.

Re: StreamIt

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hmmm. Þó að linkurinn bendi á .com þá kemur straumurinn samt frá server á Íslandi.<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra

Re: StreamIt

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þeir eru að skrifa W2K player.<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra

Re: Ameríka: Góður nágranni

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gordon Sinclair dó árið 1984, þessi pistill var fluttur árið 1973. Þessi San Fransisco jarðskjálfti sem hann nefnir var árið 1906, þegar skjálftinn varð 1989 þá fengu Bandaríkjamenn fullt af hjálp, m.a. frá Kanada. Ef ykkur finnst nauðsynlegt að dusta rykið af þessu, a.m.k. takið fram að þetta er ekki skrifað m.t.t. nýliðinna atburða.

Re: Hvað Karlmenn segja við konur og hvað þeir meina.

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Óskaplega er þetta eitthvað bitur prósi.

Re: Lög um logga á irc ??

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þetta yrði kannski ekki tekið gilt sem þín sönnunargögn, en ef lögreglan gerir tölvuna þína upptæka og finnur irclogga á henni sem bendla þig við glæp þá getur þú verið viss um að það verður notað gegn þér.

Re: Klæðnaður eða Nekt?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 3 mánuðum
E.t.v. gasklefa þá…

Re: Frá MBL í dag: Landssíminn óskar eftir rannsókn

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já, það er allt hægt. En einhvers staðar verður paranojan að enda og menn sættast á að það sé hægt að þylja passw. í síma. Erfitt að fá blóðprufur í gegnum koparvírinn(enda gætir þú svosum vel hafa gefið bláókunnugum manni flösku af blóði þínu, right?) og ég efast um að meirihluti internetnotenda myndi höndla einhver digital signatures, checksums eða álíka. Það er svosum hægt að stinga upp á því að menn fái passw. aðeins gegn framvísun persónuskilríkja, en það er svoldið súrt fyrir...

Re: Frá MBL í dag: Landssíminn óskar eftir rannsókn

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
“…þarna varstu að viðurkenna ásakanir mínar.” xcuse me? ertu í einhverju stríði við mig? Ég var bara að benda á að hlutirnir eru oft ekki alveg eins og þeir líta út við fyrstu sýn. og hvað með það þótt ég vinni hjá landssímanum? Heldur þú að það sé eitthvað rosa scoop sem ómerki allt sem ég segi?

Re: Frá MBL í dag: Landssíminn óskar eftir rannsókn

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
…símnúmerabirtir anyone? Það eru allir með svolleis þarna í tech supportinu. Ef þú hringir úr því númeri sem tengingin er skráð á þá hlýtur það að vera nokkuð góð trygging fyrir því að þú megir fá passw uppgefið.

Re: Frábær frétt til allra sem að eiga mikið af diskum

í Músík almennt fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þykir leitt að segja þetta of seint, en það er yfirleitt hægt að laga rispaða diska með tannkremi(án gríns).

Re: Lýsi eftir tólf strengja gítar sem vantar ástríkan eiganda!! :)

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú getur fengið prýðilegan nýjan 12 strengja kassagítar á 20-25þ.<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra

Re: -- ???? --

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hefurðu virkilega ekkert betra að gera en að oftúlka stakar setningar? Auðvitað er ég ekki að fullyrða að það sé allt í lagi að “bera níð og háðung á fólk hérna svo lengi sem maður er að gera það með tilvitnunum”. Ég var einfaldlega að skýra prívathúmor fyrir manni sem var að furða sig á honum, án þess að fella dóm um það hversu viðeigandi sá húmor er. Ég trúi því varla að ég þurfi að stafa þetta ofan í fullorðið fólk. Þú átt að vera mun klárari en það að þurfa svoleiðis þjónustu.<br><br>—...

Re: And-reykingafastistar!?!

í Hugi fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þannig að það má sem sagt ekki vera til einn einasti staður á landinu þar sem reykingar eru leyfðar? Þú ert augljóslega einn af þessum algeru ofstækismönnum sem myndu labba 10 kílómetra yfir stokka og steina til að standa við hliðina á reykingamanni svo þú getir nöldrað yfir því að þurfa að standa í reyknum út af því að ÞÚ átt rétt á því að standa nákvæmlega þarna án þess að anda að þér tóbaksreyk. Hvers vegna á reykingamaður að sýna svona endemis dóna eins og þér kurteisi? Gagnkvæm virðing...

Re: -- ???? --

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 3 mánuðum
1. Þetta er tilvitnun í ekki ómerkari mann en Kolbein kaftein og væntanlega sett fram í gríni. Þó Kolbeinn sé sómamaður þá myndi enginn viti borinn maður vitna í hann af fúlustu alvöru. 2. Starfsmaður? Ég myndi ekki titla Smegma starfsmann, miklu frekar sjálfboðaliða.<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra

Re: -- ???? --

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú hefur greinilega rétt fyrir þér. Þeir sem ekki eru viðskiptavinir simnet geta ekki spilað á skjálftaserverunum og hafa aldrei getað.<br><br>— Quanti Canicula Ille In Fenestra
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok