Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hættur í beinu lýðræði?

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Í fyrsta lagi, þetta er bara samantekt á smáum hluta greinarinnar. Í öðru lagi, vandamálið er þegar einhver aðgerð snertir bara hag fárra en er greidd með fé allra. Í þriðja lagi, ég legg til framúrskarandi skilvirkt fyrirkomulag fyrir svona málefni í niðurlagi greinarinnar.

Re: Að skapa þjóð með tungunni

í Tungumál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Eintómur popúlismi og menningarmorð! Neinei, þetta er ágætt. Láttu mig samt vita þegar þú sérð cokney fréttamann á BBC.

Re: Eru konur fatlaðar?

í Deiglan fyrir 12 árum, 7 mánuðum
whoosh

Re: Orðaleikir

í Tungumál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Hehe já, ein systir mín fór til Finnlands og lærði að telja upp að tíu. Það var tungubrjótur út af fyrir sig.

Re: "Nýji Hugi" mannkynssögunnar

í Sagnfræði fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Miðað við að mörg dýr nota verkfæri, þá er það ósennilegt.

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
1. Þeir sem, eins og þú, eru hræddir um framsal atkvæðisréttar, geta bara sleppt því að framselja sínum. Þetta vandamál er því ekki til staðar. 2.1 Það að ráðin virki í núverandi samfélagi útilokar ekki að þau virki í öðrum. 2.2 "Stuldur" verður merkingarlaus þegar eignarrétti er útrýmt. Tilkall til notkunar þarf að réttlæta fyrir þeim samborgurum sem láta sig hlutinn varða, og nágrönnum og öðrum sem gætu þurft að nota hlutinn. 3.1 Ég gæti talið upp ótalmörg verkefni sem hafa verið seld...

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Þá er ekki verið að þröngva neinu upp á mann. Ef einhver hjálpar mér meira en ég vil, þá er hann eða hún pirrandi, en ekki að beita mig valdi. Valdbeitingin felst í að krefja mann borgunar.

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Ég vil leggja niður ríkið og almannavæðing sýnist mér eðlilegasta leiðin til að koma stofnunum frá því. Sumar stofnanir eru hins vegar, að mínu mati, óaðskiljanlegar ríkinu, og það ómögulegt án þeirra samkvæmt (minni) skilgreiningu. Það eru löggjafi, dómstólar sem dæma eftir löggjöfinni og lögregla sem framfylgir dómunum. Þegar þessi lög taka til alls fólks á ákveðnu landsvæði myndi ég segja að maður hafi ríki, eða að minnsta kosti tilraun til þess. Þessar stofnanir myndu þannig bara...

Re: Sjálfsmorð. - ATH. Ekki ætlað viðkvæmum.

í Tilveran fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Við erum ekki hér fyrir neinn, og frelsi er ekki kjaftæði. Sjálfsmorð geta vissulega verið eigingjörn, ef maður lítur ekki til tilfinninga nákominna, en við erum samt frjáls til að drepa okkur. Einmitt vegna þess að við höfum þessa samkennd eru sjálfsmorð ekki auðveld, og þess vegna drepum við okkur ekki í hrönnum þegar lífið verður smá erfitt.

Re: Eru konur fatlaðar?

í Deiglan fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Það er augljóslega verið að hygla að konum gagnvart körlum, en af tilefni sem þér finnst fullnægjandi. Spurningin gæti verið hve tíðar nauðganir í bílastæðakjöllurum af þessu tagi eru, og hve mikið þessi stæði myndu hjálpa. Þá gæti maður svosem líka spurt hvort væsklar ættu að fá stæði nær innganginum, til að sleppa við líkamsárásir, eða hvort betri lýsing eða þess háttar gætu gert staðinn öruggari fyrir alla. Mér finnst þetta helst leiðinlegt fyrir fatlaða sem gætu frekar þurft að nota...

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Ég ætla ekki að leggja neinum línurnar um hvernig framkvæmdar- og dómsvald hann eða hún vill. Ef manni er umhugað um að finna morðingja (sem manni ætti að vera ef þeir eru iðnir í grennd við mann), þá væri eðlilegt að leita að þeim. Í þessu tiltekna dæmi væri það frekar til að hindra fleiri dráp en til að bæta nokkurn skaða.

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Ég hef ekki grænan grun hvers vegna nokkur ætti að vilja það, og mér finnst tilhugsunin ógeðsleg. Eiginlega sýnist mér morðinginn koma verst úr því, nema hann hafi farið illa með fórnarlambið.

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Þeir sem vilja finna morðingjann geta leitað. Þeirra hagur er sá sem þarf að verja, enda of seint að verja hag öreigans.

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Ég fæ ekki séð að rafrænt, sjálfviljugt, afturkallanlegt framsal atkvæðisréttar óháð auði leiði til valdadeilna, hitt þó heldur. Ef þjónusta er lífsnauðsynleg, þá hefði maður haldið að það væri nægur hvati til að viðhalda henni. Þú ert sennilega að hugsa um atvinnulausa og þess háttar, og mat og húsaskjól fyrir þá. Fyrir mitt leyti er eignarréttur, sér í lagi á landi, ekki réttlætlanlegur, svo mín ábending til þeirra væri að leita hjálpar hjá þeim sem geta eða rækta land til að sjá fyrir sér...

Re: Frjálslyndi, rétta leiðin?

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Hvers vegna segirðu okkur vera með framapotunaráráttu sem tegund, en ekki sem samfélag? Hvers vegna þarf séreignarrétt til að geta svalað henni? Hvers vegna eru möguleg spilling og yfirtaka hinna ríku síður vandamál en raunveruleg spilling og yfirtaka stjórnmálamanna? Bætt við fyrir 12 árum, 7 mánuðum:Og auðvitað: hvað með spillingu stjórnmálamanna núna einmitt vegna yfirtöku hinna ríku á stjórnmálum?

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Crook: Ef vegavinna væri með þessu móti, hver myndi leggja viljugur í sjóð sem sæi um vegagerð uppi á hálendinu? Ef enginn vill borga vegina þar, þá er það vísbending um að enginn vilji nota þá heldur. Ef fólk vill nota þá, þá getur það komið sér saman um viðhald þeirra vega eins og hverra annarra. Annars myndi ég ekki byrja á almannavæðingu vega. Crook: Gæti einn aðili sankað að sér atkvæðaréttum annarra? Já, ef þeir vilja. Framsalið væri best afturkallanlegt og sjálfviljugt. Sjáðu til...

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Hvar er einokunin? Hvers vegna er réttlátara að selja ríkisfyrirtæki til hæstbjóðanda heldur en að dreifa því á borgara landsins, svo þeir geti gert við hlut sinn sem þeim sýnist?

Re: Almannavæðing

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Ég svara þessu nú í síðustu efnisgreininni. Fyrir útfærslu á framsalspælingunni geturðu kíkt á kosningar.algleymi.com.

Re: Ef þú fengir eina ósk....

í Tilveran fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Til hamingju með það. Ég var samt bara að þykjast, enda hef ég ekki lesið bókina. Það var minnst á þetta í QI þætti. Það sem lætur mig líta gáfulegan út er hins vegar hve nálægt skrifin mín eru þínum.

Re: Dómsdagur Geir H. Haarde

í Tilveran fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Ceterum censeo vinstristjórnin esse delendam.

Re: Tvöfaldur Einsteinhringur

í Geimvísindi fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Flott þetta. Mikið væri nú gaman að fá greinar hingað inn um sérkennileg fyrirbæri veraldarinnar, eins og hulduefni og hvaðeina.

Re: Ef að fullorðin manneskja ræður ekki yfir eigin líkama yfir hverju ræður hún þá?

í Tilveran fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Hvernig flokkar þú eignarrétt innan þessara hugmynda?

Re: Ef þú fengir eina ósk....

í Tilveran fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Við þessa ömurlegu færslu er að bæta að risinn Gargantua lagði til í skáldsögunni La vie de Gargantua et de Pantagruel, eftir franska endurreisnarhöfundinn François Rabelais, að háls gæsa væri heimsins besta áhald til að skeina sér með, betra en hani, kálfsskinn, héri og taska lögfræðings.

Re: Sjálfsmorð. - ATH. Ekki ætlað viðkvæmum.

í Tilveran fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Samúræjar drápu sig með harakiri, bæði vegna dauðadóms og vegna yfirvofandi fangatöku. http://en.wikipedia.org/wiki/Seppuku

Re: Ert þú frjáls?

í Heimspeki fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Þetta er eiginlega spurning um skilgreiningu á frelsi. Við erum mjög frjáls að því leyti að okkur standa margir möguleikar opnir, og enginn veit með vissu hverja þeirra við munum velja. Við erum ófrjáls að því leyti að með mikilli þekkingu á heiminum mætti sennilega spá með nákvæmni um það. Til dæmis getum við nú þegar, með okkar takmörkuðu þekkingu á vinum okkar, giskað á hvað þeir munu gera í gefnum kringumstæðum. Maður segir jú oft "hann myndi aldrei gera þetta" eða þvíumlíkt. Ef frelsi...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok