Ég fæ ekki séð að rafrænt, sjálfviljugt, afturkallanlegt framsal atkvæðisréttar óháð auði leiði til valdadeilna, hitt þó heldur. Ef þjónusta er lífsnauðsynleg, þá hefði maður haldið að það væri nægur hvati til að viðhalda henni. Þú ert sennilega að hugsa um atvinnulausa og þess háttar, og mat og húsaskjól fyrir þá. Fyrir mitt leyti er eignarréttur, sér í lagi á landi, ekki réttlætlanlegur, svo mín ábending til þeirra væri að leita hjálpar hjá þeim sem geta eða rækta land til að sjá fyrir sér...