Síðastliðin 2 ár hafa verið yndisleg. Ég var með yndislegustu stelpu í heimi, að mér fannst. Seinustu 2-3 mánuði var óvissa. Einhverra hluta vegna fannst henni hún ekki vera tilbúin í samband, þrátt fyrir að hafa verið með mér í 21 mánuð… Í gær var þetta búið. Ég get ekki útskýrt hvað ég sakna hennar mikið. Mér finnst merkilegt að ég treysti mér til að vera á meðal fólks, þar sem ég er mjög brothættur. Við erum samt mjög góðir vinir. Hvorugt okkar er tilbúið að fórna vináttunni. Einhver ráð...