Mig langaði bara svona aðeins að segja ykkur litla sögu um það að enn í dag leynast menn sem eru góðhjartaðir. Ég fór til hans Valda í gær, rétt fyrir lokun. Tilgangurinn var sá að gá hvort A line Of Deathless Kings með My Dying Bride væri kominn. Jú það var hann! Valdi hafði tekið frá 2 eintök, eitt fyrir sjálfan sig og eitt fyrir mig, því hann vissi að ég myndi kaupa þennan disk um leið og hann kæmi. Svo sagði hann mér það að bara annað eintakið sem hann tók frá var special edition. Hann...