Það er einmitt út af fólki eins og þér sem hún er þekkt. Hún komst í fjölmiðla og fólk veitir henni athygli og það er einmitt það sem hún þrífst á. Ef enginn myndi veita henni athygli liði okkur öllum betur.
Af því að skotlokkar eru í standard stærðum og það er nikkel í þeim. Þessir pinnar eru ekki nógu langir fyrir alla og ég hef sjálfur þurft að taka slíka lokka úr mér að minnsta kosti tvisvar eða þrisvar vegna þess að eyrun bólgnuðu og urðu stærri en á Megasi.
Ég veit um 5 með klofna tungu og 1 með klofinn tungubrodd. Svo eru einhverjir með branding, scarification og allavega einn með implants í öðrum handleggnum.
Já, gæti vel hugsast að þú hafir séð mig einhvers staðar. Stór maður með dredda og 8 göt í andlitinu fer ekki auðveldlega framhjá fólki. Annars hef ég ekki orðið mikið var við aukningar í tragus. Reyndar verð ég líka að viðurkenna að ég fylgist ekki með tískustefnum í götunum þar sem ég fæ mér bara það sem mig langar í. :)
Þarft ekkert að vera með pinna með steini í. Slíkir lokkar eru oftast skotlokkar og ég mæli alls ekki með því að láta skjóta nein göt. Miklu betra að láta gera það með nál. Minnir að þú þurfir að vera með byrjunarlokk í 4-6 vikur en man það ekki alveg þar sem það er frekar langt síðan ég stækkaði mína eyrnasnepla. Þú getur svo stækkað 1mm á viku eða 2mm á tveggja vikna fresti. 2mm á tveggja vikna fresti reyndist vel fyrir mig en auðvitað eru líkamar einstaklinga misjafnlega viðkvæmir. Mæli...
Ef þú klikkar á þar sem stendur POSTER sérðu plaggatið. Þar stendur klukkan hvað, verð og staðsetningu. Til að aðstoða við að dreifa plaggötum geturðu sent e-mail á punknursester@gmail.com
Nei, það er aldrei gáfulegt að gata sig sjálfur ef maður veit ekki hvað maður er að gera. Það skiptir engu máli hvort um er að ræða eyra eða kynfæri, ef þú kannt þetta ekki færðu einhvern sem kann það til þess.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..